Hátt í þrjúhundruð dauðsföll af völdum vímuefna síðasta áratug Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. apríl 2018 18:46 Alls létust 272 af völdum vímuefna hér á landi síðustu tíu ár en áratuginn á undan voru skráð dauðsföll alls 163 samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Skráning á slíku tilvikum hefur þó verið mun ítarlegri síðustu ár segir Ólafur B. Einarsson verkefnastjóri hjá embættinu. Hann segir að dauðsföllum af völdum vímuefna hafi fjölgað síðustu mánuði, meirihluti þeirra sé vegna morfínsskyldra lyfja. „Í janúar sjáum við aðþað eru komin til skoðunar átta lyfjatengd andlát sem er mikill toppur miðað við árin á undan.“ Ólafur segir að eitt dauðsfall hafi verið skráð í febrúar en ennþá eigi eftir að berast upplýsingar um síðustu mánuði. Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis og vímuefnaráðgjafi í Foreldrahúsi, segir foreldra ungmenna safna reglulega slíkum tölum. „Ég hef heyrt tölur frá áramótum alveg frá tíu upp í fimmtán.“ Mótefni væntanlegt Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðadeildar Landsspítalans sagði í fréttum okkar í gær að hægt væri að koma í veg fyrir dauðsföll með mótefninu Nalaxone við öndunarstoppi af völdum morfínsskyldra lyfja. Ólafur segir Landlæknisembættið hlynnt öllum úrræðum sem bjargi mannslífum og fleiri séu jákvæðir. „Mér skilst að Lyfjastofnun sé að skoða að útvega það á markað.“ Svala Jóhannesdóttir verkefnastjóri hjá frú Ragnheiði segir að Rauði krossinn hafi þegar óskað eftir að lyfið fari í almenna dreifingu. Hún fær reglulega símtöl frá fólki sem vill útvega sér slíkt mótefni. „Skjólstæðingar okkar eru að hafa samband við okkur oft í viku og óska eftir því að fámótefnið Nalaxone, þau eru orðin svo hrædd. Þau hafa upplifað svo mörg tilfelli þar sem fólk er að ofskammta eða þau eru sjálf að ofskammta og þau langar svo að hafa tæki og tól í höndunum til að geta brugðist við og bjargað mannslífum. “ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Alls létust 272 af völdum vímuefna hér á landi síðustu tíu ár en áratuginn á undan voru skráð dauðsföll alls 163 samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Skráning á slíku tilvikum hefur þó verið mun ítarlegri síðustu ár segir Ólafur B. Einarsson verkefnastjóri hjá embættinu. Hann segir að dauðsföllum af völdum vímuefna hafi fjölgað síðustu mánuði, meirihluti þeirra sé vegna morfínsskyldra lyfja. „Í janúar sjáum við aðþað eru komin til skoðunar átta lyfjatengd andlát sem er mikill toppur miðað við árin á undan.“ Ólafur segir að eitt dauðsfall hafi verið skráð í febrúar en ennþá eigi eftir að berast upplýsingar um síðustu mánuði. Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis og vímuefnaráðgjafi í Foreldrahúsi, segir foreldra ungmenna safna reglulega slíkum tölum. „Ég hef heyrt tölur frá áramótum alveg frá tíu upp í fimmtán.“ Mótefni væntanlegt Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðadeildar Landsspítalans sagði í fréttum okkar í gær að hægt væri að koma í veg fyrir dauðsföll með mótefninu Nalaxone við öndunarstoppi af völdum morfínsskyldra lyfja. Ólafur segir Landlæknisembættið hlynnt öllum úrræðum sem bjargi mannslífum og fleiri séu jákvæðir. „Mér skilst að Lyfjastofnun sé að skoða að útvega það á markað.“ Svala Jóhannesdóttir verkefnastjóri hjá frú Ragnheiði segir að Rauði krossinn hafi þegar óskað eftir að lyfið fari í almenna dreifingu. Hún fær reglulega símtöl frá fólki sem vill útvega sér slíkt mótefni. „Skjólstæðingar okkar eru að hafa samband við okkur oft í viku og óska eftir því að fámótefnið Nalaxone, þau eru orðin svo hrædd. Þau hafa upplifað svo mörg tilfelli þar sem fólk er að ofskammta eða þau eru sjálf að ofskammta og þau langar svo að hafa tæki og tól í höndunum til að geta brugðist við og bjargað mannslífum. “
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira