Ferðamenn á Íslandi í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2018 22:34 Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarin ár. Vísir/Ernir Niðurstöður rannsókna sýna að ferðamenn á Íslandi eru í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. Þetta kemur fram í skýrslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku hér á landi. Fjallað er um skýrsluna á vef Fréttablaðsins. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Í skýrslunni segir að almennt virðist ferðamenn á Íslandi vera viðkvæmir gagnvart umferð annarra ferðamanna.Vísir„Þetta kemur ekki á óvart og rímar einnig við meginaðdráttarafl og ímynd Íslands sem ferðamannalands. Á víðernum og í ósnortinni náttúru býst fólk við fáum öðrum ferðamönnum. Það er hluti af ímynd svæðanna sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að álag ferðamennsku á Suðurlandi, þar sem margir af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna eru staðsettir, sé farið að reyna á þolrif íbúa og ferðamanna, náttúru svæðisins og innviði. „Rúmlega 40% íbúa þykir ferðamannafjöldinn á sumrin of mikill og 40% íbúa telja að landshlutinn geti ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferðamannastöðum, sem hafi áhrif á upplifun ferðamanna „Samkvæmt úttektum Umhverfisstofnunar á friðlýstum svæðum á Suðurlandi eru tvö svæði, Geysir og Skógafoss, orðin það illa leikin að þau eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi. Öll þessi svæði bera merki um að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skort á stýringu, vörslu og vöktun. Stígar eru almennt illa farnir og mikið er um villustíga, traðk og gróðurog jarðvegsrof, einkum á Geysi og Gullfosssvæðinu, þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegur gjarnan blautur,“ segir í skýrslunni, sem nálgast má hér. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00 Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Niðurstöður rannsókna sýna að ferðamenn á Íslandi eru í æ meira mæli ósáttir við fjölda ferðamanna hér á landi. Nýjustu tölur frá vinsælum ferðamannastöðum hér á landi sýna að 30-55 prósent ferðamanna þykir fjöldi ferðamanna of mikill. Þetta kemur fram í skýrslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku hér á landi. Fjallað er um skýrsluna á vef Fréttablaðsins. Í skýrslunni kemur fram að fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi hafi farið langt fram úr meðalvexti á heimsvísu undanfarin ár. Í skýrslunni segir að almennt virðist ferðamenn á Íslandi vera viðkvæmir gagnvart umferð annarra ferðamanna.Vísir„Þetta kemur ekki á óvart og rímar einnig við meginaðdráttarafl og ímynd Íslands sem ferðamannalands. Á víðernum og í ósnortinni náttúru býst fólk við fáum öðrum ferðamönnum. Það er hluti af ímynd svæðanna sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir í skýrslunni. Þar segir einnig að álag ferðamennsku á Suðurlandi, þar sem margir af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna eru staðsettir, sé farið að reyna á þolrif íbúa og ferðamanna, náttúru svæðisins og innviði. „Rúmlega 40% íbúa þykir ferðamannafjöldinn á sumrin of mikill og 40% íbúa telja að landshlutinn geti ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur einnig fram að álagið af vaxandi fjölda ferðamanna sé farið að valda miklum náttúruspjöllum á vinsælum ferðamannastöðum, sem hafi áhrif á upplifun ferðamanna „Samkvæmt úttektum Umhverfisstofnunar á friðlýstum svæðum á Suðurlandi eru tvö svæði, Geysir og Skógafoss, orðin það illa leikin að þau eru í hættu og staðir eins og Dyrhólaey, Dverghamrar og Gullfoss ekki í mikið betra ástandi. Öll þessi svæði bera merki um að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skort á stýringu, vörslu og vöktun. Stígar eru almennt illa farnir og mikið er um villustíga, traðk og gróðurog jarðvegsrof, einkum á Geysi og Gullfosssvæðinu, þar sem gróður er viðkvæmur og jarðvegur gjarnan blautur,“ segir í skýrslunni, sem nálgast má hér.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15 Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00 Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í lífshættu á Jökulsárlóni vopnaður selfie-stöng og myndavél Ungur ferðamaður frá Kanada komst í hann krappann á Jökulsárlóni er hann stökk á milli ísjaka á lóninu síðdegis í dag, að því er virðist til þess að ná sem bestri mynd af sjálfum sér. 30. mars 2018 20:15
Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg Fyrirtæki standa mörg illa og búast má við mikilli grisjun næstu misseri. 29. mars 2018 10:00
Framlengja lokun á Skógaheiði Svæðið er mjög illa farið og Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að opna það að svo stöddu. 6. apríl 2018 22:05