59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 19:30 Rússar gjalda líku líkt. Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira