Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 19:25 Ragnheiður Elín vill varðveita Sundhöllina en nú hefur verið samþykkt að rífa hana. vísir/eyþór/já.is Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar-og viðskiptaráðherra, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún hefur verið baráttukona fyrir því að Sundhöllin fái að vera. Samkvæmt deiliskipulagstillögu stendur til að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. „Jæja...þá liggur það fyrir. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi vegna Sundhallar Keflavíkur og þar með heimilað niðurrif á þessu sögufræga húsi sem teiknað er af Guðjóni Samúelssyni. Skömmin er þeirra,“ segir Ragnheiður Elín á Facebook-síðu sinni. Hún segir þessa niðurstöðu vera sér gríðarleg vonbrigði og að bæjaryfirvöld hafi brugðist í málinu. Þá segir Ragnheiður Elín að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar í umræðunni. „Ég mun fara ítarlega yfir það síðar en forherðing er það orð í sem mér dettur fyrst í hug. En málinu er hvergi nærri lokið. VIð munum leita allra leiða til þess að koma þessu máli farsællega í höfn. Það eru skýrir ágallar á afgreiðslu málsins vegna vanhæfis nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði sem skera þarf úr um hjá viðeigandi aðilum, og svo munum við að sjálfsögðu beita okkur fyrir skyndifriðun hússins,“ segir Ragnheiður Elín.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum. Skipulag Tengdar fréttir Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar-og viðskiptaráðherra, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en hún hefur verið baráttukona fyrir því að Sundhöllin fái að vera. Samkvæmt deiliskipulagstillögu stendur til að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. „Jæja...þá liggur það fyrir. Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi vegna Sundhallar Keflavíkur og þar með heimilað niðurrif á þessu sögufræga húsi sem teiknað er af Guðjóni Samúelssyni. Skömmin er þeirra,“ segir Ragnheiður Elín á Facebook-síðu sinni. Hún segir þessa niðurstöðu vera sér gríðarleg vonbrigði og að bæjaryfirvöld hafi brugðist í málinu. Þá segir Ragnheiður Elín að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar í umræðunni. „Ég mun fara ítarlega yfir það síðar en forherðing er það orð í sem mér dettur fyrst í hug. En málinu er hvergi nærri lokið. VIð munum leita allra leiða til þess að koma þessu máli farsællega í höfn. Það eru skýrir ágallar á afgreiðslu málsins vegna vanhæfis nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði sem skera þarf úr um hjá viðeigandi aðilum, og svo munum við að sjálfsögðu beita okkur fyrir skyndifriðun hússins,“ segir Ragnheiður Elín.Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir núverandi lóð Framnesvegar 11 stækki yfir á Framnesveg 9, þar sem Sundhöllin er, og Básveg 11. Með því megi reisa þrjú 4-5 hæða hús með allt að 87 íbúðum. Í tillögunni segir að með stækkun lóðarinnar „gefst tækifæri á að raða byggingum innan lóðar við sjávarlínu, svo allir íbúar hafi útsýni til sjávar og þar með auka gæði íbúðanna.“ Svo byggja megi á lóð Sundhallarinnar þurfi hún að víkja en í staðinn er gert ráð fyrir að grunni Sundhallarinnar verði haldið eftir og efnt verði til hugmyndasamkeppni um um útfærslu minnisvarða um sundmenningu á Suðurnesjum.
Skipulag Tengdar fréttir Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10