Fótbolti

Freyr: Berglind á nokkuð í land

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur. Vísir/Anton
Berglind Björg Þorvaldsdóttir á nokkuð í land með að komast aftur í fyrra form að sögn Freys Alexanderssonar, landsliðsþjálfara. Freyr tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM 2019 6. og 10. apríl.

„Hún þarf meiri tíma til að ná inn í 20 manna landsliðshóp,“ sagði Freyr á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar hópurinn var tilkynntur.

Berglind Björg var með landsliðinu á Algarve-mótinu en hún upphaflega ekki valin í hópinn þá. Berglind var þó kölluð inn vegna meiðsla en um þetta leyti var hún að standa í ströngu vegna deilna hennar við Verona á Ítalíu sem hún lék með í vetur.

„Hún var ekki í sínu besta standi í Portúgal, hvorki líkamlega né andlega. Við ræddum vel við hana þá eins og aðra leikmenn og höfum átt í góðum samskiptum við hana um framhaldið,“ sagði Freyr.

Berglind Björg samdi nýverið við Breiðablik til næstu þriggja ára og fær því fljótt tækifæri til að vinna sér sæti í landsliðinu á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundur Freys

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar tvo leiki í undankeppni HM 2019 í byrjun apríl. Vísir var með beina textalýsingu frá Laugardalsvelli þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari tilkynnir landsliðshópinn fyrir það verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×