Tvö alvarleg flugatvik til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2018 19:30 Atvikin eru skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá RNSA. Vísir/Skjáskot Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur til skoðunar tvö atvik sem áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli með skömmu millibili fyrr á þessu ári þar sem litlu mátti muna að stórslys hefðu orðið. Mál af þessum toga eru sjaldgæf samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni og ber að líta grafalvarlegum augum. Atvikin sem um ræðir áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli í janúar og í febrúar og eru af nokkuð svipuðum toga. Í báðum tilfellum var tæjum ekið inn á flugbraut í þann mund sem flugvél var við það að taka á loft en ljóst er að betur fór en á horfðist í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd samgönguslysa átti fyrra atvikið átti sér stað þann 11. janúar síðastliðinn. Var þar um að ræða einkaþotu sem hafði heimild til að aka inn á flugbrautina en hafði ekki fengið leyfi til að taka á loft. Skilaboð frá flugturni um að bíða með flugtak voru aftur á móti virt að vettugi og um það leyti sem vélin var að taka á loft var vinnuvél ekið þvert yfir brautina svo litlu mátti muna að árekstur yrði. Seinna atvikið átti sér stað 9. febrúar þegar snjóruðningstæki var í óleyfi ekið inn á flugbrautina þegar flugvél í áætlunarflugi var í flugtaki. „Ég get staðfest að mál af þessum toga eru til rannsóknar og svona mál eru tekin fyrir innan húss hjá okkur þar sem er sérstök nefnd eða sérstakur hópur sem fer yfir alvarleg atvik eins og þessi og kannar þau til hlítar og síðan kemur náttúrlega Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofa inn í mál sem þessi og fer yfir þau,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Stöð 2. Hann kveðst ekki geta tjáð sig efnislega um atvikin að frekara leyti. Rannsókn atvikanna er ólokið en þau eru bæði skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þrátt fyrir að málin séu um margt áþekk eru þau ólík að því leyti að í fyrra tilfellinu bendir flest til þess að flugmaður hafi hunsað tilmæli flugumferðarstjórnar en í hinu tilfellinu var það snjómoksturstækið sem hefði ekki átt að vera inni á flugbrautinni. Spurður hvort einhver þurfi að sæta viðurlögum, komi það í ljós að lög eða reglur hafi verið brotin segir Guðjón Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu verða að svara fyrir það. Samkvæmt upplýsingum frá RNSA hafa mál af þessum toga ekki komið til kasta nefndarinnar í mjög langan tíma, að frátöldu einu atviki sem átti sér stað árið 2014 þar sem kennsluflugvél og þyrla áttu hlut að máli. Lokaskýrslu vegna rannsóknar þess máls er að vænta eftir rúman mánuð. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur til skoðunar tvö atvik sem áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli með skömmu millibili fyrr á þessu ári þar sem litlu mátti muna að stórslys hefðu orðið. Mál af þessum toga eru sjaldgæf samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni og ber að líta grafalvarlegum augum. Atvikin sem um ræðir áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli í janúar og í febrúar og eru af nokkuð svipuðum toga. Í báðum tilfellum var tæjum ekið inn á flugbraut í þann mund sem flugvél var við það að taka á loft en ljóst er að betur fór en á horfðist í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd samgönguslysa átti fyrra atvikið átti sér stað þann 11. janúar síðastliðinn. Var þar um að ræða einkaþotu sem hafði heimild til að aka inn á flugbrautina en hafði ekki fengið leyfi til að taka á loft. Skilaboð frá flugturni um að bíða með flugtak voru aftur á móti virt að vettugi og um það leyti sem vélin var að taka á loft var vinnuvél ekið þvert yfir brautina svo litlu mátti muna að árekstur yrði. Seinna atvikið átti sér stað 9. febrúar þegar snjóruðningstæki var í óleyfi ekið inn á flugbrautina þegar flugvél í áætlunarflugi var í flugtaki. „Ég get staðfest að mál af þessum toga eru til rannsóknar og svona mál eru tekin fyrir innan húss hjá okkur þar sem er sérstök nefnd eða sérstakur hópur sem fer yfir alvarleg atvik eins og þessi og kannar þau til hlítar og síðan kemur náttúrlega Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofa inn í mál sem þessi og fer yfir þau,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Stöð 2. Hann kveðst ekki geta tjáð sig efnislega um atvikin að frekara leyti. Rannsókn atvikanna er ólokið en þau eru bæði skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þrátt fyrir að málin séu um margt áþekk eru þau ólík að því leyti að í fyrra tilfellinu bendir flest til þess að flugmaður hafi hunsað tilmæli flugumferðarstjórnar en í hinu tilfellinu var það snjómoksturstækið sem hefði ekki átt að vera inni á flugbrautinni. Spurður hvort einhver þurfi að sæta viðurlögum, komi það í ljós að lög eða reglur hafi verið brotin segir Guðjón Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu verða að svara fyrir það. Samkvæmt upplýsingum frá RNSA hafa mál af þessum toga ekki komið til kasta nefndarinnar í mjög langan tíma, að frátöldu einu atviki sem átti sér stað árið 2014 þar sem kennsluflugvél og þyrla áttu hlut að máli. Lokaskýrslu vegna rannsóknar þess máls er að vænta eftir rúman mánuð.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira