Össur skrifar nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 09:11 Össur segir Bjarta framtíð dauða og lítið er þá lokið sé. visir/vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, skrifar heldur nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð, sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann vísar til þess að Björt framtíð hyggst ekki ætla að bjóða fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Össur segir að eftir Bjarta framtíð liggi minna en ekkert á hinum pólitíska vettvangi. Saga Bjartrar framtíðar sé einhver mesta sorgarsaga íslenskra stjórnmála. Færslan fer hér á eftir í heild sinni. (Millifyrirsagnir eru Vísis.)Eftir flokkinn liggur ekkert Björt framtíð - im memoriam Saga Bjartrar framtíðar er einhver mesta sorgarsaga síðari tíma stjórnmála. Eftir flokkinn liggur ekkert. Hans verður ekki minnst fyrir neitt nema hugsanlega þingmál um að breyta klukkunni og fyrir að springa á limminu í ríkisstjórn á nýju hraðameti í stjórnmálasögunni. Í forystu hans voru þó efnisfólk í upphafi.Vildu þægilega innivinnu Guðmundur Steingrímsson var eitthvert mesta efni sem kom fram í pólitíkinni á síðustu árum. Jón Gnarr gaf flokknum í vöggugjöf aðild að sterkum meirihluta í borginni. En Björt framtíð var hins vegar gjörsneydd málefnum. Síðari tíma forysta hennar virtist einkum berjast fyrir áskrift forystumanna sinna að góðum launum fyrir þægilega innivinnu.Mjög umdeilt var þegar Björt notaði sali þingsins sem einskonar tískusýningarpall.Svo fattaði pöpullinn feikið, fylgið hvarf, og taugakerfið brast einsog frægt varð. Flokkurinn logaði skjótt stafna á milli í illvígum átökum. Jón Gnarr, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Heiða Kristín voru hrakin í burtu. Eftir sat „accidental leader“ sem hvarf einsog íkorni inn í myrkviði ráðuneytis og hefur ekki spurst til síðan.Kjólaframleiðsla vinkonu sinnar Og svo auðvitað Björt Ólafsdóttir sem í morgun lýsti opinberlega löngu liðnu andláti flokksins. Sjálf tók hún sér ógleymanlegan sess í þingsögunni þegar hún notaði sali Alþingis til að láta taka af sér tískumyndir til að auglýsa prýðilega kjólaframleiðslu vinkonu sinnar. Þegar bent var á að það væri brot á siðareglum Alþingis trúði hún Facebook fyrir að svona gagnrýni væri dæmigerð fyrir viðbrögð feðraveldisins. Færslan olli uppnámi innan flokks og utan og var fjarlægð eftir hádegi, og nú er Björt framtíð búin að fjarlægja sjálfa sig af sviðinu. – Lítið var en lokið er. Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, skrifar heldur nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð, sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann vísar til þess að Björt framtíð hyggst ekki ætla að bjóða fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Össur segir að eftir Bjarta framtíð liggi minna en ekkert á hinum pólitíska vettvangi. Saga Bjartrar framtíðar sé einhver mesta sorgarsaga íslenskra stjórnmála. Færslan fer hér á eftir í heild sinni. (Millifyrirsagnir eru Vísis.)Eftir flokkinn liggur ekkert Björt framtíð - im memoriam Saga Bjartrar framtíðar er einhver mesta sorgarsaga síðari tíma stjórnmála. Eftir flokkinn liggur ekkert. Hans verður ekki minnst fyrir neitt nema hugsanlega þingmál um að breyta klukkunni og fyrir að springa á limminu í ríkisstjórn á nýju hraðameti í stjórnmálasögunni. Í forystu hans voru þó efnisfólk í upphafi.Vildu þægilega innivinnu Guðmundur Steingrímsson var eitthvert mesta efni sem kom fram í pólitíkinni á síðustu árum. Jón Gnarr gaf flokknum í vöggugjöf aðild að sterkum meirihluta í borginni. En Björt framtíð var hins vegar gjörsneydd málefnum. Síðari tíma forysta hennar virtist einkum berjast fyrir áskrift forystumanna sinna að góðum launum fyrir þægilega innivinnu.Mjög umdeilt var þegar Björt notaði sali þingsins sem einskonar tískusýningarpall.Svo fattaði pöpullinn feikið, fylgið hvarf, og taugakerfið brast einsog frægt varð. Flokkurinn logaði skjótt stafna á milli í illvígum átökum. Jón Gnarr, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Heiða Kristín voru hrakin í burtu. Eftir sat „accidental leader“ sem hvarf einsog íkorni inn í myrkviði ráðuneytis og hefur ekki spurst til síðan.Kjólaframleiðsla vinkonu sinnar Og svo auðvitað Björt Ólafsdóttir sem í morgun lýsti opinberlega löngu liðnu andláti flokksins. Sjálf tók hún sér ógleymanlegan sess í þingsögunni þegar hún notaði sali Alþingis til að láta taka af sér tískumyndir til að auglýsa prýðilega kjólaframleiðslu vinkonu sinnar. Þegar bent var á að það væri brot á siðareglum Alþingis trúði hún Facebook fyrir að svona gagnrýni væri dæmigerð fyrir viðbrögð feðraveldisins. Færslan olli uppnámi innan flokks og utan og var fjarlægð eftir hádegi, og nú er Björt framtíð búin að fjarlægja sjálfa sig af sviðinu. – Lítið var en lokið er.
Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00