Viðræður um útsendingar fréttatíma RÚV á ÚA í deiglunni Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2018 10:04 Bæði Magnús Geir og Axel hafa lýst yfir áhuga á að ræða frekar fyrirætlanir ÚA um að útvarpa fréttatímum RÚV. „Ánægjulegt að Magnús Geir sé jákvæður. Ég les þetta þannig,“ segir Axel Axelsson útvarpsstjóri á Útvarp Akureyri (ÚA). Vísir greindi í vikunni frá fyrirætlunum Útvarps Akureyrar að senda út fréttatíma RÚV beint á tíðnisviði sínu. Án þess að spyrja kóng eða prest. Nú liggur fyrir að afstaða RÚV er sú að slíkt sé óheimilt og verði ekki gert án samþykkis Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í svari Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis.RÚV alltaf til í samstarf Þetta er athyglisvert að ýmsu leyti, til að mynda í atriðum sem snúa að höfundarétti og samkeppnissjónarmiðum. Vísir náði ekki tali af Magnúsi Geir en sendi þá þess í stað fyrirspurn til hans sem er til þess að gera einföld.a)Hefur þetta komið til tals eða afgreiðslu innan RÚV? b)Hvernig leggjast þessar fyrirætlanir í útvarpsstjóra? c)Ef þetta er eitthvað sem þið hafið við að athuga, hvað er það þá helst og á hvaða forsendum? d)Stendur til að grípa til einhverra aðgerða af hálfu stofnunarinnar? Svar Magnúsar er svohljóðandi: „Það er rétt að RÚV barst ábending um að Útvarp Akureyri væri að endurvarpa fréttatímum RÚV. Þetta var gert án vitneskju og án samþykkis RÚV. Eðli máls samkvæmt er óheimilt að endurvarpa efni RÚV án sérstaks samkomulags um slíkt.Magnús Geir segir ólöglegt að varpa út efni RÚV án heimildar en á hinn bóginn beri að líta til þess að RÚV er alltaf til í samstarf við aðra miðla.Í framhaldinu var Útvarpi Akureyrar send ábending um að notkunin væri óheimil og óskað eftir því að stöðin láti af notkuninni. Á hinn bóginn var athygli forsvarsmanna Útvarps Akureyrar vakin á því að RÚV er ávalt reiðubúið að ræða við aðila um mögulegt samstarf – en slíkt samstarf gerist auðvitað á grundvelli samkomulags beggja aðila.“Axel ánægður með viðbrögð útvarpsstjóra Vísir ræddi í framhaldinu við Axel Axelsson sem segist hafa átt í bréfasamskiptum við útvarpsstjóra. Hann segir jafnframt að hugsanlega hefði mátt orða tilkynningu um þessar sínar fyrirætlanir öðru vísi. „Maður verður stundum að ætla sér hlutina til að þeir verði. Kannski hefðum við átt að segja hyggjumst, viljum komast að samkomulagi um þetta við Ríkisútvarpið. Því hefur nú verið komið áleiðis.“ Axel segir mikilvægt að fram komi að Útvarp Akureyrar hefur ekki enn látið á þetta reyna með útsendingum. „Það höfum við aldrei gert. Ég skil að þeir hrökkvi við án þess að við ræðum málin. En, ég verð að segja að ég er ánægður með Magnús Geir og bjóst ekki við öðru en að hann væri opinn fyrir þessu. Reikna með því að við getum átt gott samtal um þetta og komist að niðurstöðu.“Frjálsir fjölmiðlar geta sparað sér rekstur fréttastofaEn, ef við horfum til samkeppnissjónarmiða. Gefum okkur að til væri önnur lítil útvarpsstöð á Akureyri, sem þú værir í samkeppni við, og hún byggi að samkomulagi við ríkið um að senda út fréttatíma RÚV, væri það ekki fremur bjöguð samkeppnisstaða fyrir þig að eiga við?Axel er ánægður með útvarpsstjóra og sér fyrir sér farsælt samstarf við ríkismiðilinn.„Svarið við þessu er einfaldlega þannig að annað hvort er ríkisútvarpið til í svona samstarf með miðlum eins og Útvarp Akureyri eða ekki. Það er þá ekki valið af handahófi. Vissulega gætu komið til pælingar varðandi litla miðla úti á landi og stöðu þeirra.“En, er ekki erfitt að setja einhverjar línur í tengslum við stærð og staðsetningu? Hlýtur það ekki að vera afstætt? Verður þetta ekki að vera þannig að annað hvort má þetta eða ekki?„Vissulega. Ef Bylgjan vill birta fréttir RÚV, þá ætti hún að geta lagt niður fréttastofuna sína.“Valkvætt hvaða miðlar henta í samstarf við RÚVEn, er ekki komin upp torkennileg samkeppnisstaða ef RÚV hefur það í hendi sér að leyfa þessum en ekki hinum að dreifa fréttum sínum? Segir það sig ekki sjálft?Axel segir að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að dreifing efnis þeirra sé með sem bestu móti og þetta gæti verið liður í því. Hann segir væntanlega gott fyrir RÚV ef þeir geta verið með fréttir sínar á ölum miðlum. En, Magnús Geir getur samkvæmt þessu valið um hvort hann gengur að samkomulagi þessa efnis. „Og það er þá mismunandi eftir útvarpsstöðvum eða fjölmiðlum,“ segir Axel. „Hann getur alltaf valið um það hvort hann gerir það eða ekki.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Akureyri ætlar að útvarpa fréttum RÚV Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér ekkert þessu til fyrirstöðu. 12. mars 2018 11:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
„Ánægjulegt að Magnús Geir sé jákvæður. Ég les þetta þannig,“ segir Axel Axelsson útvarpsstjóri á Útvarp Akureyri (ÚA). Vísir greindi í vikunni frá fyrirætlunum Útvarps Akureyrar að senda út fréttatíma RÚV beint á tíðnisviði sínu. Án þess að spyrja kóng eða prest. Nú liggur fyrir að afstaða RÚV er sú að slíkt sé óheimilt og verði ekki gert án samþykkis Ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram í svari Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis.RÚV alltaf til í samstarf Þetta er athyglisvert að ýmsu leyti, til að mynda í atriðum sem snúa að höfundarétti og samkeppnissjónarmiðum. Vísir náði ekki tali af Magnúsi Geir en sendi þá þess í stað fyrirspurn til hans sem er til þess að gera einföld.a)Hefur þetta komið til tals eða afgreiðslu innan RÚV? b)Hvernig leggjast þessar fyrirætlanir í útvarpsstjóra? c)Ef þetta er eitthvað sem þið hafið við að athuga, hvað er það þá helst og á hvaða forsendum? d)Stendur til að grípa til einhverra aðgerða af hálfu stofnunarinnar? Svar Magnúsar er svohljóðandi: „Það er rétt að RÚV barst ábending um að Útvarp Akureyri væri að endurvarpa fréttatímum RÚV. Þetta var gert án vitneskju og án samþykkis RÚV. Eðli máls samkvæmt er óheimilt að endurvarpa efni RÚV án sérstaks samkomulags um slíkt.Magnús Geir segir ólöglegt að varpa út efni RÚV án heimildar en á hinn bóginn beri að líta til þess að RÚV er alltaf til í samstarf við aðra miðla.Í framhaldinu var Útvarpi Akureyrar send ábending um að notkunin væri óheimil og óskað eftir því að stöðin láti af notkuninni. Á hinn bóginn var athygli forsvarsmanna Útvarps Akureyrar vakin á því að RÚV er ávalt reiðubúið að ræða við aðila um mögulegt samstarf – en slíkt samstarf gerist auðvitað á grundvelli samkomulags beggja aðila.“Axel ánægður með viðbrögð útvarpsstjóra Vísir ræddi í framhaldinu við Axel Axelsson sem segist hafa átt í bréfasamskiptum við útvarpsstjóra. Hann segir jafnframt að hugsanlega hefði mátt orða tilkynningu um þessar sínar fyrirætlanir öðru vísi. „Maður verður stundum að ætla sér hlutina til að þeir verði. Kannski hefðum við átt að segja hyggjumst, viljum komast að samkomulagi um þetta við Ríkisútvarpið. Því hefur nú verið komið áleiðis.“ Axel segir mikilvægt að fram komi að Útvarp Akureyrar hefur ekki enn látið á þetta reyna með útsendingum. „Það höfum við aldrei gert. Ég skil að þeir hrökkvi við án þess að við ræðum málin. En, ég verð að segja að ég er ánægður með Magnús Geir og bjóst ekki við öðru en að hann væri opinn fyrir þessu. Reikna með því að við getum átt gott samtal um þetta og komist að niðurstöðu.“Frjálsir fjölmiðlar geta sparað sér rekstur fréttastofaEn, ef við horfum til samkeppnissjónarmiða. Gefum okkur að til væri önnur lítil útvarpsstöð á Akureyri, sem þú værir í samkeppni við, og hún byggi að samkomulagi við ríkið um að senda út fréttatíma RÚV, væri það ekki fremur bjöguð samkeppnisstaða fyrir þig að eiga við?Axel er ánægður með útvarpsstjóra og sér fyrir sér farsælt samstarf við ríkismiðilinn.„Svarið við þessu er einfaldlega þannig að annað hvort er ríkisútvarpið til í svona samstarf með miðlum eins og Útvarp Akureyri eða ekki. Það er þá ekki valið af handahófi. Vissulega gætu komið til pælingar varðandi litla miðla úti á landi og stöðu þeirra.“En, er ekki erfitt að setja einhverjar línur í tengslum við stærð og staðsetningu? Hlýtur það ekki að vera afstætt? Verður þetta ekki að vera þannig að annað hvort má þetta eða ekki?„Vissulega. Ef Bylgjan vill birta fréttir RÚV, þá ætti hún að geta lagt niður fréttastofuna sína.“Valkvætt hvaða miðlar henta í samstarf við RÚVEn, er ekki komin upp torkennileg samkeppnisstaða ef RÚV hefur það í hendi sér að leyfa þessum en ekki hinum að dreifa fréttum sínum? Segir það sig ekki sjálft?Axel segir að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að dreifing efnis þeirra sé með sem bestu móti og þetta gæti verið liður í því. Hann segir væntanlega gott fyrir RÚV ef þeir geta verið með fréttir sínar á ölum miðlum. En, Magnús Geir getur samkvæmt þessu valið um hvort hann gengur að samkomulagi þessa efnis. „Og það er þá mismunandi eftir útvarpsstöðvum eða fjölmiðlum,“ segir Axel. „Hann getur alltaf valið um það hvort hann gerir það eða ekki.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Akureyri ætlar að útvarpa fréttum RÚV Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér ekkert þessu til fyrirstöðu. 12. mars 2018 11:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Útvarp Akureyri ætlar að útvarpa fréttum RÚV Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér ekkert þessu til fyrirstöðu. 12. mars 2018 11:25