Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. mars 2018 20:58 Andstaða Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru, loforð um skattalækkanir og vantrauststillaga Sigríðar Á. Andersen var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði til umfjöllunar í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Landsfundurinn hófst snemma í morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Í dag fór fram málefnastarf í ýmsum nefndum og hélt formaðurinn Bjarni Benediktsson setningarræðu sína.Heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap Í ræðunni kom hann m.a. inn á peningastefnuna og áréttaði andstöðu Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru. „Það getur orðið mjög kostnaðarsamt. Það er beinlínis hægt að segja að það geti verið efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika en okkar. Það má heita heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap að halda að Evrópski seðlabankinn myndi með einhverjum hætti horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að staðið yrði við loforð um skattalækkanir, sem kæmu fram í stjórnarsáttmála. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskattur mun lækka, tryggingagjald mun lækka, þetta er stefna okkar, þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.Dómsmálaráðherra standi sterkar en áður Bjarni sagði Sigríði Andersen innanríkisráðherra standa sterkar eftir að vantrauststillaga gegn henni var felld á Alþingi og gagnrýndi Viðreisn fyrir stuðning við tillöguna. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni og beindi þar orðum sínum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir.“ Stj.mál Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Andstaða Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru, loforð um skattalækkanir og vantrauststillaga Sigríðar Á. Andersen var á meðal þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði til umfjöllunar í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Landsfundurinn hófst snemma í morgun og stendur yfir fram á sunnudag. Í dag fór fram málefnastarf í ýmsum nefndum og hélt formaðurinn Bjarni Benediktsson setningarræðu sína.Heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap Í ræðunni kom hann m.a. inn á peningastefnuna og áréttaði andstöðu Sjálfstæðisflokksins við upptöku evru. „Það getur orðið mjög kostnaðarsamt. Það er beinlínis hægt að segja að það geti verið efnahagslega hættulegt fyrir okkur Íslendinga ef gengi og vextir sem við búum við endurspegla einhvern allt annan veruleika en okkar. Það má heita heimsmet í bjartsýni, óskhyggju og barnaskap að halda að Evrópski seðlabankinn myndi með einhverjum hætti horfa til stöðu efnahagsmála á Íslandi,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að staðið yrði við loforð um skattalækkanir, sem kæmu fram í stjórnarsáttmála. „Við ætlum að halda áfram að lækka skatta á þessu kjörtímabili. Tekjuskattur mun lækka, tryggingagjald mun lækka, þetta er stefna okkar, þetta er skrifað í stjórnarsáttmálann. Þetta mun gerast og fyrstu skrefin verða tekin strax á næsta ári.Dómsmálaráðherra standi sterkar en áður Bjarni sagði Sigríði Andersen innanríkisráðherra standa sterkar eftir að vantrauststillaga gegn henni var felld á Alþingi og gagnrýndi Viðreisn fyrir stuðning við tillöguna. „Einhvern tímann hefði formaður þess flokks sagt að hér væri enn einu sinni vegið með ósanngjörnum hætti að kvenkyns ráðherra í ríkisstjórn, kvenkyns stjórnmálamanni,“ sagði Bjarni og beindi þar orðum sínum til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen sem hefur staðið sig vel og átti mikið inni fyrir stuðningi meirihluta Alþingis og ykkar. Hún stendur sterkari eftir.“
Stj.mál Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Katrín ber fullt traust til Sigríðar Andersen Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en þar ræddu þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingunni, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum, málefni Landsréttar við forsætisráðherra. 5. mars 2018 17:45