Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:45 Ólafur Jóhannesson í starfi sínu sem landsliðsþjálfari. Vísir/AFP Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var gestur í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á vefmiðlinum fótbolti.net. Ólafur þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2007 til 2011 en síðan tók Lars Lagerbäck við liðinu og við tók gullaldartími liðsins þar sem strákarnir hafa komist inn á EM og HM í fyrsta sinn. Ólafur fer yfir landsliðsárin í samtalinu við Gunnlaug og segir að hann hafi nokkrum sinnum verið nálægt því að hætta að þjálfa liðið sem auk þess að einu sinni hafi hann verið rekinn en haldið samt áfram störfum. Ólafur ræðir meðal annars það þegar KSÍ ákvað að 21 árs landsliðið gengi fyrir A-landsliðinu en þá kom, gullkynslóð íslenska landsliðsins í dag, 21 árs liðinu inn í úrslitakeppni EM. Ólafur var allt annað en ánægður með þá ákvörðun KSÍ. „Ég sagði þeim þarna að ég væri alvarlega að íhuga að stíga frá borði. Mér var misboðið þarna. Við ræddum þetta og á endanum gerði ég það ekki. Það voru kannski mistök hjá mér að hafa ekki gengið frá borði. Í kjölfarið á þessu voru þung samskipti á milli okkar. Ég var rekinn á einhverjum tímapunkti líka en það varð ekkert úr því einhverja hluta vegna," sagði Ólafur í samtalinu við Gunnlaug en hann hélt áfram: „Þjálfararnir hjá hinum liðunum hringdu í mig og spurðu hvað væri í gangi. Við vorum í keppni við önnur lið í riðlinum. Þetta var móðgun við önnur lið að stilla upp B-liði í leik þar sem stig og markatala skipti máli. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, átti ekki orð. Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu,“ sagði Ólafur. Ólafur fékk talsverða gagnrýni í starfi sínu enda gekk lítið hjá liðinu inn á vellinum í leikjum í undankeppnunum. „Ég íhugaði oft hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu helvíti. Ég held að það hefðu margir gengið frá borði miðað við þá gagnrýni og bull sem ég fékk yfir mig. Auðvitað er ég ekki besti vinur blaðamanna, ég hef vitað það alla tíð. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og unnið mína vinnu. Það sem sumir sögðu á þessum tíma var fyrri neðan allar hellur,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var gestur í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á vefmiðlinum fótbolti.net. Ólafur þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2007 til 2011 en síðan tók Lars Lagerbäck við liðinu og við tók gullaldartími liðsins þar sem strákarnir hafa komist inn á EM og HM í fyrsta sinn. Ólafur fer yfir landsliðsárin í samtalinu við Gunnlaug og segir að hann hafi nokkrum sinnum verið nálægt því að hætta að þjálfa liðið sem auk þess að einu sinni hafi hann verið rekinn en haldið samt áfram störfum. Ólafur ræðir meðal annars það þegar KSÍ ákvað að 21 árs landsliðið gengi fyrir A-landsliðinu en þá kom, gullkynslóð íslenska landsliðsins í dag, 21 árs liðinu inn í úrslitakeppni EM. Ólafur var allt annað en ánægður með þá ákvörðun KSÍ. „Ég sagði þeim þarna að ég væri alvarlega að íhuga að stíga frá borði. Mér var misboðið þarna. Við ræddum þetta og á endanum gerði ég það ekki. Það voru kannski mistök hjá mér að hafa ekki gengið frá borði. Í kjölfarið á þessu voru þung samskipti á milli okkar. Ég var rekinn á einhverjum tímapunkti líka en það varð ekkert úr því einhverja hluta vegna," sagði Ólafur í samtalinu við Gunnlaug en hann hélt áfram: „Þjálfararnir hjá hinum liðunum hringdu í mig og spurðu hvað væri í gangi. Við vorum í keppni við önnur lið í riðlinum. Þetta var móðgun við önnur lið að stilla upp B-liði í leik þar sem stig og markatala skipti máli. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, átti ekki orð. Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu,“ sagði Ólafur. Ólafur fékk talsverða gagnrýni í starfi sínu enda gekk lítið hjá liðinu inn á vellinum í leikjum í undankeppnunum. „Ég íhugaði oft hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu helvíti. Ég held að það hefðu margir gengið frá borði miðað við þá gagnrýni og bull sem ég fékk yfir mig. Auðvitað er ég ekki besti vinur blaðamanna, ég hef vitað það alla tíð. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og unnið mína vinnu. Það sem sumir sögðu á þessum tíma var fyrri neðan allar hellur,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira