Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan fjölmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2018 20:41 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins Vísir/Anton Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan hlutdrægni fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í aðdraganda Alþingiskosninganna í lok október á síðasta ári. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsmannanna um kosningarnar sem birt var í dag. Er þar meðal annars fjallað um lögbann sem Glitnir HoldCo fékk sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr Glitni. Voru viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun, í brennidepli umfjöllunarinnar. Í skýrslu eftirlitsmannanna segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem ekki eru nafngreindir, hafi kvartað undan „meintri hlutdrægni fjölmiðla sem fjölluðu um lögbannið þannig að það hafi eingöngu átt við fréttaflutning af forsætisráðherranum,“ en Bjarni gegndi þá embætti forsætisráðherra. Ekki er tekið fram í skýrslunni undan hvaða fjölmiðlum var kvartað en lögbannið var sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum á Glitni tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar í október. Í síðasta mánuði var lögbannið dæmt ólöglegt í héraðsdómi. Því hefur verið áfrýjað og er lögbannið áfram í gildi þangað til Landsréttur kveður upp dóm sinn. Fjölmiðlar Kosningar 2017 Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu undan hlutdrægni fjölmiðla við eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í aðdraganda Alþingiskosninganna í lok október á síðasta ári. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsmannanna um kosningarnar sem birt var í dag. Er þar meðal annars fjallað um lögbann sem Glitnir HoldCo fékk sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum úr Glitni. Voru viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun, í brennidepli umfjöllunarinnar. Í skýrslu eftirlitsmannanna segir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem ekki eru nafngreindir, hafi kvartað undan „meintri hlutdrægni fjölmiðla sem fjölluðu um lögbannið þannig að það hafi eingöngu átt við fréttaflutning af forsætisráðherranum,“ en Bjarni gegndi þá embætti forsætisráðherra. Ekki er tekið fram í skýrslunni undan hvaða fjölmiðlum var kvartað en lögbannið var sett á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media upp úr gögnum á Glitni tveimur vikum fyrir alþingiskosningarnar í október. Í síðasta mánuði var lögbannið dæmt ólöglegt í héraðsdómi. Því hefur verið áfrýjað og er lögbannið áfram í gildi þangað til Landsréttur kveður upp dóm sinn.
Fjölmiðlar Kosningar 2017 Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48 „Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
Glitnir HoldCo áfrýjar dómi í lögbannsmáli Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media til Landsréttar. 15. febrúar 2018 15:48
„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. 2. febrúar 2018 19:45