Dagur segir Sjálfstæðismenn hafa skilið fjárhag borgarinnar eftir í „rjúkandi rúst“ Höskuldur Kári Schram og Þórdís Valsdóttir skrifa 3. mars 2018 16:34 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira