Hlakka til að aðlagast íslensku samfélagi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 20:20 Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar Stöð 2 Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Nýr kafli er hafinn í lífi fimm flóttafjölskyldna frá Írak sem hingað komu til lands í upphafi vikurnar í boði stjórnvalda. Þær eru nú að koma sér fyrir í nýjum heimkynnum eftir langt ferðalag úr flóttamannabúðunum í Jórdaníu. Þakklæti er efst í huga fólksins eftir móttökurnar hér á landi. Tvær fjölskyldur fluttust á Vestfirði og þrjár á Austfirði og hafa þær á síðustu dögum verið að koma sér fyrir á nýjum stöðum.Fólkið er fegið að geta nú hafið nýtt líf. Fjölskylda Efeed og Luay bjuggu í Mosúl en eru nú að koma sé fyrir í félagslegri íbúð á vegum sveitarfélagsins í Neskaupstað. „Við erum frá Mosúl og vígamenn Íslamska ríkisins yfirtóku borgina. Þá flúðum við. Við urðum að forða okkur strax. Það eina sem við höfðum með okkur voru fötin sem við vorum í, annað skildum við eftir. Lífið í Mosúl var bara venjulegt. Við vorum í vinnu, áttum húsnæði og vorum hamingjusöm en við urðum að yfirgefa allt,“ segir Efeed Amer, einn flóttamannanna sem sest að í Neskaupstað. Fólkið hlakkar til að takast á við nýt líf á Íslandi og segja móttökurnar hafa verið ótrúlega góðar „Móttökurnar hérna á Íslandi voru frábærar og allir sem tóku á móti okkur brostu. Fólkið var svo hjálpsamt. Það hjálpaði okkur að gera erfitt ferðalag auðveldara,“ segir George Yousif, sem einnig sest að í Neskaupstað með eiginkonu sinni. „Ég er mjög þakklát. Móttökurnar hefðu ekki getað verið betri og það gleður okkur mjög mikið að vera loksins komin,“ segir Bahia Yousif. „Nú hef ég tækifæri til að fara í skóla og eignast gott líf hér á Íslandi. Ég horfi björtum augum á framtíðina.,“ segir Yousif Luay George.Fólkið segir að lífið á Íslandi eigi eftir að verða töluvert öðruvísi en í Írak og ein helsta áskorunin er að læra nýtt tungumál.„Það verður erfitt að læra tungumálið og svo er öðruvísi menning sem við eigum eftir að átta okkur á,“ segir Luay George. „Við erum tilbúin að búa á Íslandi og höldum að það verði gott. Við ætlum að leggja okkur fram við að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Enn og aftur: Takk fyrir að taka á móti okkur,“ segir Efeed.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira