Enski boltinn

Sjáðu sigurmark City gegn Chelsea og öll hin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurmarki Bernardo Silva gegn Chelsea fagnað.
Sigurmarki Bernardo Silva gegn Chelsea fagnað. Getty
Níu leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og komst Manchester City skrefi nær titlinum er liðið hafði betur gegn Englandsmeisturum Chelsea, 1-0.

City er nú með átján stiga forystu á Liverpool á toppi deildarinnar en Manchester United getur endurheimt annað sætið og minnkað forystu City í sextán stig með sigri á Crystal Palace í lokaleik umferðarinnar á mánudagskvöld.

Tottenham vann sinn leik um helgina og náði fimm stiga forystu á Chelsea sem er í fimmta sæti. Efstu fjögur liðin komast í Meistaradeild Evrópu en nú lítur út fyrir að Arsenal verði ekki í þeim hópi eftir enn eitt tapið um helgina, nú fyrir Brighton.

Arsenal er í sjötta sætinu með 45 stig, þrettán stigum á eftir Tottenham sem er í því fjórða.

Hér fyrir neðan má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar.

Burnley - Everton 2-1
Watford - West Brom 1-0
Swansea - West Ham 4-1
Southampton - Stoke 0-0
Leicester - Bournemouth 1-1
Tottenham - Huddersfield 2-0
Liverpool - Newcastle 2-0
Brighton - Arsenal 2-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×