Nýir lögreglubílar með nýjar merkingar á göturnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2018 19:00 Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira