„Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2018 19:00 Öryrki lagði í dag Arion banka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur. Forsaga málsins er sú að maður sem lenti í vandræðum með tvö fasteignalán í kjölfar bankahrunsins árið 2008, stefni Arion Banka vegna þeirrar ákvörðunar bankans að innheimta dráttarvexti af lánunum tveimur en samþykkt var að maðurinn naut frestun greiðslna samkvæmt 1 mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Dómur féll í héraðsdómi í lok október 2016 en í dómsorði var viðurkennt að Arion banka hafi verið óheimilt í tæp þrjú ár að krefja skuldara um dráttarvexti af lánum sínum. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. „Frá upphafi þótti mér með miklum ólíkindum að bankanum teldi sér stætt á því að krefja skuldara sem fór í þetta svokallaða greiðsluskjól um dráttarvexti á greiðsluskjólstíma.“ segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Einar Hugi segir dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi og snerti á annað þúsund einstaklinga og hagsmunirnir séu á annan milljarð. „Það sem ég vona auðvitað er að bankinn sjái að sér í kjölfar þessa dóms og hlutist til um það, að endurgreiða skuldurum þessa of teknu dráttarvexti og geri það fljótt og vel,“ segir Einar Hugi. Einar hvetur fólk sem var í sömu stöðu og umbjóðandi hans í þessu máli, að hafa sótt um greiðsluskjól og ekki lokið því ferli með greiðsluaðlögunarsamningi að skoða réttarstöðu sína og kanna hvort bankinn hafi rukkað dráttarvexti á þeim tíma. „Mér finnst með miklum ólíkindum, verð ég að leyfa mér að segja að bankinn hafi leyft sér að fara fram með þessum hætti. Þá vil ég vísa í þrennt; Í fyrsta lagi í markmið greiðsluaðlögunarlaganna, sem var það að koma skuldsettum einstaklingum í skjól í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Einar Hugi. Í öðru lagi að samkvæmt greiðsluaðlögunarlögunum máttu skuldarar ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki krefja skuldara um greiðslu og undir þeim kringumstæðum segir Einar með ólíkindum að Arion banka hafi talið sér stætt að krefja skuldara um dráttarvexti sem í eðli sínu séu vanskilavextir. Einar segir umbjóðanda sinn fenginn að málinu sé lokið. „Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman og ég á von á því að hann verði mjög glaður,“ segir Einar. Tengdar fréttir Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Öryrki lagði í dag Arion banka fyrir Hæstarétti í svokölluðu greiðsluskjólsmáli en bankanum var óheimilt að krefjast dráttarvaxta af lánum sem maðurinn var með í greiðsluskjóli í kjölfar bankahrunsins. Hæstaréttarlögmaður segir dóminn fordæmisgefandi og geta snert allt að tvö þúsund lántakendur. Forsaga málsins er sú að maður sem lenti í vandræðum með tvö fasteignalán í kjölfar bankahrunsins árið 2008, stefni Arion Banka vegna þeirrar ákvörðunar bankans að innheimta dráttarvexti af lánunum tveimur en samþykkt var að maðurinn naut frestun greiðslna samkvæmt 1 mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Dómur féll í héraðsdómi í lok október 2016 en í dómsorði var viðurkennt að Arion banka hafi verið óheimilt í tæp þrjú ár að krefja skuldara um dráttarvexti af lánum sínum. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms. „Frá upphafi þótti mér með miklum ólíkindum að bankanum teldi sér stætt á því að krefja skuldara sem fór í þetta svokallaða greiðsluskjól um dráttarvexti á greiðsluskjólstíma.“ segir Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður. Einar Hugi segir dóm Hæstaréttar fordæmisgefandi og snerti á annað þúsund einstaklinga og hagsmunirnir séu á annan milljarð. „Það sem ég vona auðvitað er að bankinn sjái að sér í kjölfar þessa dóms og hlutist til um það, að endurgreiða skuldurum þessa of teknu dráttarvexti og geri það fljótt og vel,“ segir Einar Hugi. Einar hvetur fólk sem var í sömu stöðu og umbjóðandi hans í þessu máli, að hafa sótt um greiðsluskjól og ekki lokið því ferli með greiðsluaðlögunarsamningi að skoða réttarstöðu sína og kanna hvort bankinn hafi rukkað dráttarvexti á þeim tíma. „Mér finnst með miklum ólíkindum, verð ég að leyfa mér að segja að bankinn hafi leyft sér að fara fram með þessum hætti. Þá vil ég vísa í þrennt; Í fyrsta lagi í markmið greiðsluaðlögunarlaganna, sem var það að koma skuldsettum einstaklingum í skjól í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Einar Hugi. Í öðru lagi að samkvæmt greiðsluaðlögunarlögunum máttu skuldarar ekki greiða af skuldum sínum og kröfuhafar ekki krefja skuldara um greiðslu og undir þeim kringumstæðum segir Einar með ólíkindum að Arion banka hafi talið sér stætt að krefja skuldara um dráttarvexti sem í eðli sínu séu vanskilavextir. Einar segir umbjóðanda sinn fenginn að málinu sé lokið. „Hann hefur staðið í þessari baráttu við bankann núna árum saman og ég á von á því að hann verði mjög glaður,“ segir Einar.
Tengdar fréttir Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Arion banki mátti ekki krefja viðskiptavin sem hafði notið frestun greiðslna um dráttarvexti Dómur í málinu féll í Hæstarétti í dag. 8. mars 2018 16:24