Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Fylla þarf 23 sæti í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor. Stjórnmálaflokkarnir eru að manna lista sína. VÍSIR/STEFÁN Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent