Golf

Valdís Þóra: Ég ætla njóta þess að spila um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir
Valdís Þóra Jónsdóttir segist ánægð með spilamennsku sína eftir fyrstu tvo keppnisdagana á Bonville-mótinu í Ástralíu en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Valdís Þóra er í fjórða sæti mótsins og er þremur höggum á eftir Holly Clyburn frá Englandi sem er efst og með tveggja högga forystu á toppnum.

„Ég er bara mjög ánægð. Ég sló ágætlega í dag - ekki jafn vel og í gær en ég er mjög ánægð með að hafa fylgt eftir hring undir pari með öðrum eins,“ sagði hún.

„Ég lenti ekki í neinum vandræðum í dag og þó svo að ég hafi ekki komið mér í jafn mörg fuglafæri og í gær þá púttaði ég ágætlega. Ég er því ánægð,“ sagði Valdís en það var vott á vellinum í dag og aðstæður því aðeins meira krefjandi. „Ég fann að ég átti erfitt með að velja rétta kylfu og var að slá styttra en í gær.“

Hún segist spennt fyrir helginni og ætlar að einbeita sér að sjálfri sér. „Ég ætla að njóta þess að spila og gera mitt besta. Ég vil halda áfram að spila minn leik og koma mér í fuglafæri. Ég ætla bara að hafa gaman.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×