„Ég er mikill aðdáandi Sigmundar en skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum“ Þórdís Valsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 14:54 Brynjar kveðst vera mikill aðdáandi formanns Miðflokksins en skilur ekki hvað málið er varðandi söluna á Arion banka. Vísir/samsett mynd „Ég er oft sammála Sigmundi Davíð og er mikill aðdáandi hans en ég skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann og Sigmundur Davíð voru gestir Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þeir ræddu sölu ríkisins á þrettán prósenta hlut sínum í Arion Banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Sigmundur Davíð hefur sagt að með sölunni séu vogunarsjóðirnir að taka aftur völdin. Hann segir að nú séum við komin aftur til stefnunnar sem var ríkjandi árið 2009. „Það birtist meðal annars í þessu hluthafasamkomulagi sem nú er verið að vísa til frá 2009 og gekk í raun og veru út á það að stjórnvöld afhentu vogunarsjóðum bankakerfi landsins og hlaupi þá undir bagga með þeim líka því þessi þrettán prósenta hlutur ríkisins er nú bara túlkaður sem lán og endurgreiðslan tekur mið af því, þ.e.a.s. litið er á sölu ríkisins sem endurgreiðslu. Ekkert er tekið tillit til eigna bankans eða undirliggjandi verðmæta í honum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir að allt sé túlkað vogunarsjóðunum í hag og að stjórnvöld séu fyrst og fremst í því að efast um stöðu ríkisins. „Þetta er mjög skaðleg nálgun þegar stjórnvöld annast hagsmunagæslu fyrir samfélagið með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Brynjar Níelsson er ekki sammála Sigmundi og segir að í aðdraganda sölunnar hafi allt gengið út á að gæta hagsmuna ríkisins. „Allt þetta er í mínum huga mjög eðlilegt og hagsmunum ríkisins er gætt. Ég verð bara að viðurkenna það Sigmundur minn að fyrir mér var þetta bara eitthvert stökk inn í að stofna nýjan flokk og ná einhverri stöðu, og það tókst. Ég held að þetta sé allt meira og minna á misskilningi byggt.“Vogunarsjóðirnir ná sínu fram „Þetta er framhald af þessari atburðarás sem nær núna nánast áratug aftur í tímann og átti að klárast að mínu mati með því að ríkið kláraði það að koma á því sem kalla mætti heilbrigðu fjármálakerfi,“ segir Sigmundur en hann taldi rétt að það yrði farin sama leið og með Íslandsbanka á sínum tíma. Hann segir að stjórnvöld hafi ætlað að hafa mikið um það að segja hvernig yrði staðið að sölunni. „En það að einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hverjir eru á bak við í New York og London ættu að eignast hér stærsta banka landsins? Með því er bara verið að fara á svig við það sem lagt var upp með, á svig við það sem búið var að berjast fyrir árum saman. Nú eru þessir vogunarsjóðir að taka alls konar æfingar sem stjórnvöld skilja ekki eða bara blessa því þeim finnst svo óþægilegt að spá í svona flókin mál. Þeir eru að fá sínu fram,“ segir Sigmundur og heldur því fram að téðir vogunarsjóðir hafi á einu ári eytt nítján milljörðum í hagsmunagæslu hér á landi. Brynjar segir að hann eigi ekki von á öðru en að eigendur bankanna hámarki sinn hag. „En ég sé engar fléttur í spilinu sem geta skaðað okkur. Þetta fer væntanlega í almennt útboð og þeir geta ekki farið lægra en 0,8 í söluverði,“ segir Brynjar og bætir við að hann sjái ekki vandamál í hendi hvað þetta varðar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Ég er oft sammála Sigmundi Davíð og er mikill aðdáandi hans en ég skil þetta mál ekki hjá Miðflokknum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann og Sigmundur Davíð voru gestir Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem þeir ræddu sölu ríkisins á þrettán prósenta hlut sínum í Arion Banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Sigmundur Davíð hefur sagt að með sölunni séu vogunarsjóðirnir að taka aftur völdin. Hann segir að nú séum við komin aftur til stefnunnar sem var ríkjandi árið 2009. „Það birtist meðal annars í þessu hluthafasamkomulagi sem nú er verið að vísa til frá 2009 og gekk í raun og veru út á það að stjórnvöld afhentu vogunarsjóðum bankakerfi landsins og hlaupi þá undir bagga með þeim líka því þessi þrettán prósenta hlutur ríkisins er nú bara túlkaður sem lán og endurgreiðslan tekur mið af því, þ.e.a.s. litið er á sölu ríkisins sem endurgreiðslu. Ekkert er tekið tillit til eigna bankans eða undirliggjandi verðmæta í honum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur segir að allt sé túlkað vogunarsjóðunum í hag og að stjórnvöld séu fyrst og fremst í því að efast um stöðu ríkisins. „Þetta er mjög skaðleg nálgun þegar stjórnvöld annast hagsmunagæslu fyrir samfélagið með þessum hætti,“ segir Sigmundur. Brynjar Níelsson er ekki sammála Sigmundi og segir að í aðdraganda sölunnar hafi allt gengið út á að gæta hagsmuna ríkisins. „Allt þetta er í mínum huga mjög eðlilegt og hagsmunum ríkisins er gætt. Ég verð bara að viðurkenna það Sigmundur minn að fyrir mér var þetta bara eitthvert stökk inn í að stofna nýjan flokk og ná einhverri stöðu, og það tókst. Ég held að þetta sé allt meira og minna á misskilningi byggt.“Vogunarsjóðirnir ná sínu fram „Þetta er framhald af þessari atburðarás sem nær núna nánast áratug aftur í tímann og átti að klárast að mínu mati með því að ríkið kláraði það að koma á því sem kalla mætti heilbrigðu fjármálakerfi,“ segir Sigmundur en hann taldi rétt að það yrði farin sama leið og með Íslandsbanka á sínum tíma. Hann segir að stjórnvöld hafi ætlað að hafa mikið um það að segja hvernig yrði staðið að sölunni. „En það að einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hverjir eru á bak við í New York og London ættu að eignast hér stærsta banka landsins? Með því er bara verið að fara á svig við það sem lagt var upp með, á svig við það sem búið var að berjast fyrir árum saman. Nú eru þessir vogunarsjóðir að taka alls konar æfingar sem stjórnvöld skilja ekki eða bara blessa því þeim finnst svo óþægilegt að spá í svona flókin mál. Þeir eru að fá sínu fram,“ segir Sigmundur og heldur því fram að téðir vogunarsjóðir hafi á einu ári eytt nítján milljörðum í hagsmunagæslu hér á landi. Brynjar segir að hann eigi ekki von á öðru en að eigendur bankanna hámarki sinn hag. „En ég sé engar fléttur í spilinu sem geta skaðað okkur. Þetta fer væntanlega í almennt útboð og þeir geta ekki farið lægra en 0,8 í söluverði,“ segir Brynjar og bætir við að hann sjái ekki vandamál í hendi hvað þetta varðar.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00
Taconic kominn með 46 prósent í Kaupþingi Vogunarsjóðurinn bætti við sig átta prósenta hlut í fyrra og hefur þrefaldað eignarhlut sinn í félaginu frá 2016. Beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nemur um 36 prósentum. Och-Ziff og Attestor minnka við sig. 21. febrúar 2018 05:37
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent