Segir umræðu um endurgreiðslur til þingmanna að mörgu leyti á villigötum Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. febrúar 2018 20:30 Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag. Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Alþingi opnaði í dag upplýsingavef um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Til stendur að þróa vefinn áfram á næstu vikum og mánuðum og birta einnig upplýsingar um greiðslur sem eru breytilegar þar með talið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þetta vera skref í þá átt að auka gagnsæi. „Ég vil segja það að ég tel að Alþingi hefði fyrr mátt taka skref í þessa átt. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi til að mæta kröfum tímans um gagnsæi að þessu leyti.“ Níu landsbyggðarþingmenn þiggja hámarksgreiðslur vegna búsetu-, dvalar- og ferðakostnaðar- rúmar 257 þúsund krónur á mánuði. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna er með lægstu greiðsluna, þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Í heild greiðir Alþingi rúmar átta milljónir króna á mánuði til þingmanna og ráðherra vegna þessa eða um níutíu og níu milljónir króna á ári. Steingrímur segir um eðlilegar greiðslur að ræða sem eru til þess fallnar til að jafna aðstöðumun milli þingmanna landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. „Það gætir ákveðins misskilnings í því að hér sé bara um að ræða greiðslur til að mæta einföldu eða tvöföldu heimilishaldi. Þetta er einfaldlega til þess að reyna að mæta þeim aðstæðum sem þingmenn víðlendu landsbyggðarkjördæmanna búa við. Lögheimilisskráningin sem slík skiptir engu máli og hefur ekki gert í yfir tuttugu ár.“ Þá gagnrýnir hann þá umræður sem hefur verið í gangi um einstaka þingmenn og ásakanir um meint lögbrot. „Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar fá tæplega hundrað milljónir á ári í fastar kostnaðargreiðslur samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á nýjum vef Alþingis í dag. Forseti þingsins segir að umræðan um endurgreiðslur til þingmanna hafi að mörgu leyti verið á villigötum og ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Alþingi opnaði í dag upplýsingavef um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna. Til stendur að þróa vefinn áfram á næstu vikum og mánuðum og birta einnig upplýsingar um greiðslur sem eru breytilegar þar með talið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þetta vera skref í þá átt að auka gagnsæi. „Ég vil segja það að ég tel að Alþingi hefði fyrr mátt taka skref í þessa átt. Við höfum ekki staðið okkur sem skyldi til að mæta kröfum tímans um gagnsæi að þessu leyti.“ Níu landsbyggðarþingmenn þiggja hámarksgreiðslur vegna búsetu-, dvalar- og ferðakostnaðar- rúmar 257 þúsund krónur á mánuði. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna er með lægstu greiðsluna, þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Í heild greiðir Alþingi rúmar átta milljónir króna á mánuði til þingmanna og ráðherra vegna þessa eða um níutíu og níu milljónir króna á ári. Steingrímur segir um eðlilegar greiðslur að ræða sem eru til þess fallnar til að jafna aðstöðumun milli þingmanna landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. „Það gætir ákveðins misskilnings í því að hér sé bara um að ræða greiðslur til að mæta einföldu eða tvöföldu heimilishaldi. Þetta er einfaldlega til þess að reyna að mæta þeim aðstæðum sem þingmenn víðlendu landsbyggðarkjördæmanna búa við. Lögheimilisskráningin sem slík skiptir engu máli og hefur ekki gert í yfir tuttugu ár.“ Þá gagnrýnir hann þá umræður sem hefur verið í gangi um einstaka þingmenn og ásakanir um meint lögbrot. „Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra. 27. febrúar 2018 16:29