Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Gummi Ben mun lýsa leikjum Íslands á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar. Hilmar Björnsson er íþróttastjóri RÚV en Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma og segir Hilmar lýsa frati á sína undirmenn með ráðninguna. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport. Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport.
Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15
Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46