Darren Aronofsky „eyðilagður“ yfir andláti Jóhanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 22:44 Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi. Vísir/Getty Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Darren Aronofsky segist „eyðilagður“ yfir andláti tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar. Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við kvikmyndina mother! í fyrra. Í færslu á Twitter-reikningi sínum deilir Aronofsky, sem er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri síðari ára, tísti rit- og teiknimyndasöguhöfundarins Warren Ellis, sem tjáði sig einnig um andlát Jóhanns. Með tístinu skrifar Aronofsky einfaldlega „devastated“, eða „eyðilagður“ upp á íslensku.devastated https://t.co/OtpnbwiuqO— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) February 10, 2018 Sjá einnig: Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við nýjustu kvikmynd þess fyrrnefnda, mother!. Samstarf þeirra var afar farsælt, samkvæmt ítarlegri úttekt Indiwire, þó að þeir hafi að endingu ákveðið að nota ekki tónlistina sem Jóhann var búinn að semja fyrir myndina. „Við kvikmyndina mother! dugar ekkert hálfkák og eftir að við Darren höfðum skoðað ýmsa möguleika sagði innsæið mér að sleppa algjörlega takinu af tónlistinni,“ sagði Jóhann um ferlið á sínum tíma. „Stór hluti af sköpunarferlinu er að sleppa taki af hugmyndum og í þessu tilfelli vissum við að við þyrftum að nálgast þetta með þessum hætti.“Jóhann Jóhannsson tónskáld.Vísir/GettyJóhann Jóhannson fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gærkvöldi, 48 ára að aldri. Hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var hann auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival. Fjölmargir hafa minnst Jóhanns á samfélagsmiðlum í dag en ljóst er að hann hefur snert strengi í hjörtum fólks með tónlist sinni. Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Þá hlaut hann heiðursverðlaun RIFF árið 2016. Andlát Tengdar fréttir Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38 Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45 Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Darren Aronofsky segist „eyðilagður“ yfir andláti tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar. Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við kvikmyndina mother! í fyrra. Í færslu á Twitter-reikningi sínum deilir Aronofsky, sem er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri síðari ára, tísti rit- og teiknimyndasöguhöfundarins Warren Ellis, sem tjáði sig einnig um andlát Jóhanns. Með tístinu skrifar Aronofsky einfaldlega „devastated“, eða „eyðilagður“ upp á íslensku.devastated https://t.co/OtpnbwiuqO— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) February 10, 2018 Sjá einnig: Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við nýjustu kvikmynd þess fyrrnefnda, mother!. Samstarf þeirra var afar farsælt, samkvæmt ítarlegri úttekt Indiwire, þó að þeir hafi að endingu ákveðið að nota ekki tónlistina sem Jóhann var búinn að semja fyrir myndina. „Við kvikmyndina mother! dugar ekkert hálfkák og eftir að við Darren höfðum skoðað ýmsa möguleika sagði innsæið mér að sleppa algjörlega takinu af tónlistinni,“ sagði Jóhann um ferlið á sínum tíma. „Stór hluti af sköpunarferlinu er að sleppa taki af hugmyndum og í þessu tilfelli vissum við að við þyrftum að nálgast þetta með þessum hætti.“Jóhann Jóhannsson tónskáld.Vísir/GettyJóhann Jóhannson fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gærkvöldi, 48 ára að aldri. Hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var hann auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival. Fjölmargir hafa minnst Jóhanns á samfélagsmiðlum í dag en ljóst er að hann hefur snert strengi í hjörtum fólks með tónlist sinni. Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Þá hlaut hann heiðursverðlaun RIFF árið 2016.
Andlát Tengdar fréttir Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38 Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45 Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38
Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45
Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23