Darren Aronofsky „eyðilagður“ yfir andláti Jóhanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 22:44 Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi. Vísir/Getty Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Darren Aronofsky segist „eyðilagður“ yfir andláti tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar. Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við kvikmyndina mother! í fyrra. Í færslu á Twitter-reikningi sínum deilir Aronofsky, sem er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri síðari ára, tísti rit- og teiknimyndasöguhöfundarins Warren Ellis, sem tjáði sig einnig um andlát Jóhanns. Með tístinu skrifar Aronofsky einfaldlega „devastated“, eða „eyðilagður“ upp á íslensku.devastated https://t.co/OtpnbwiuqO— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) February 10, 2018 Sjá einnig: Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við nýjustu kvikmynd þess fyrrnefnda, mother!. Samstarf þeirra var afar farsælt, samkvæmt ítarlegri úttekt Indiwire, þó að þeir hafi að endingu ákveðið að nota ekki tónlistina sem Jóhann var búinn að semja fyrir myndina. „Við kvikmyndina mother! dugar ekkert hálfkák og eftir að við Darren höfðum skoðað ýmsa möguleika sagði innsæið mér að sleppa algjörlega takinu af tónlistinni,“ sagði Jóhann um ferlið á sínum tíma. „Stór hluti af sköpunarferlinu er að sleppa taki af hugmyndum og í þessu tilfelli vissum við að við þyrftum að nálgast þetta með þessum hætti.“Jóhann Jóhannsson tónskáld.Vísir/GettyJóhann Jóhannson fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gærkvöldi, 48 ára að aldri. Hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var hann auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival. Fjölmargir hafa minnst Jóhanns á samfélagsmiðlum í dag en ljóst er að hann hefur snert strengi í hjörtum fólks með tónlist sinni. Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Þá hlaut hann heiðursverðlaun RIFF árið 2016. Andlát Tengdar fréttir Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38 Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45 Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Sjá meira
Leikstjórinn og Íslandsvinurinn Darren Aronofsky segist „eyðilagður“ yfir andláti tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar. Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við kvikmyndina mother! í fyrra. Í færslu á Twitter-reikningi sínum deilir Aronofsky, sem er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri síðari ára, tísti rit- og teiknimyndasöguhöfundarins Warren Ellis, sem tjáði sig einnig um andlát Jóhanns. Með tístinu skrifar Aronofsky einfaldlega „devastated“, eða „eyðilagður“ upp á íslensku.devastated https://t.co/OtpnbwiuqO— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) February 10, 2018 Sjá einnig: Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Aronofsky og Jóhann störfuðu saman við nýjustu kvikmynd þess fyrrnefnda, mother!. Samstarf þeirra var afar farsælt, samkvæmt ítarlegri úttekt Indiwire, þó að þeir hafi að endingu ákveðið að nota ekki tónlistina sem Jóhann var búinn að semja fyrir myndina. „Við kvikmyndina mother! dugar ekkert hálfkák og eftir að við Darren höfðum skoðað ýmsa möguleika sagði innsæið mér að sleppa algjörlega takinu af tónlistinni,“ sagði Jóhann um ferlið á sínum tíma. „Stór hluti af sköpunarferlinu er að sleppa taki af hugmyndum og í þessu tilfelli vissum við að við þyrftum að nálgast þetta með þessum hætti.“Jóhann Jóhannsson tónskáld.Vísir/GettyJóhann Jóhannson fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gærkvöldi, 48 ára að aldri. Hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything og var hann auk þess tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival. Fjölmargir hafa minnst Jóhanns á samfélagsmiðlum í dag en ljóst er að hann hefur snert strengi í hjörtum fólks með tónlist sinni. Darren Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Þá hlaut hann heiðursverðlaun RIFF árið 2016.
Andlát Tengdar fréttir Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38 Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45 Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45 Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23 Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Sjá meira
Mother! talin of erfið fyrir hinn almenna áhorfanda sem gaf henni lægstu einkunn á CinemaScore Þessi framsækna mynd Íslandsvinar hefur vakið mikið umtal. 17. september 2017 09:38
Þúsundir minnast Jóhanns á samfélagsmiðlum Greint var frá andláti Jóhanns Jóhannssonar tónskálds í dag en hann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. 10. febrúar 2018 19:45
Darren Aronofsky mætir á RIFF Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst í næstu viku en þetta er í 13. sinn sem hún er haldin. Von er á fjölmörgum erlendum gestum hingað til lands í tengslum við hátíðina þar á meðal kvikmyndaleikstjóranum Darren Aronofsky. 20. september 2016 18:45
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. 5. október 2016 20:23
Jóhann Jóhannsson látinn Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær 10. febrúar 2018 17:23