Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. febrúar 2018 15:45 Jón Ólafsson, prófessor og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu, segir það sjálfsagt mál að upplýsingar um kjör þingmanna séu upplýst. „Þetta er algjörlega bráðnauðsynleg breyting á reglum þingsins,“ Segir Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu. „Það er engin ástæða fyrir því að greiðslum af þessu tagi sé haldið leyndu fyrir almenningi.“ Í gær tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að til skoðunar hefur verið á undanförnum mánuðum, og rætt í forsætisnefnd Alþingis, að auka upplýsingagjöf um kjör og starfskostnaðargreiðslur alþingismanna þannig að aðgangur að þeim verði öllum auðveldur og þær birtar á vef þingsins. Markmiðið sé að engin leynd sé yfir neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki.Sjá: „Markmiðið er að ekki sé leynd yfir neinu“ „Það sem við höfum kannski séð betur og betur á síðustu mánuðum og árum er að gagnsæi um þessa hluti hefur áhrif á hegðun,“ segir Jón. „Tilfellið er að jafnvel þó að við séum ekki beinlínis að saka fólk um einhverskonar siðleysi að þá er það ósköp fyrirsjáanleg afleiðing af leynd að fólk stendur frammi fyrir ákveðnum freistnivanda. Það er meiri freisting fyrir fólk að nýta sér allskonar leiðir til að fá greiðslur ef það getur gengið að því vísu að það kemur aldrei fyrir sjónir almennings.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, boðar að upplýsingar um starfskostnaðargreiðslur verði birtar á vef Alþingis.Vísir/ValliHingað til hafa starfskostnaðargreiðslur þingmanna ekki verið birtar opinberlega þar til forseti þingsins upplýsti í svari við fyrirspurn um tíu hæstu upphæðirnar sem endurgreiddar hafa verið þingmönnum vegna aksturs. Þær upplýsingar voru þó ekki persónurekjanlegar en fjölmiðlar hafa oft kallað á eftir upplýsingum af þessum toga. „Þessi tilhneiging hér á landi er svo furðurleg,“ segir Jón. „Maður hefur séð hvernig fyrirspurnum fjölmiðla hefur verið mætt af vandlætingu meðal sumra þingmanna. Talað hefur verið um það að það sé óeðlilegt að óska eftir upplýsingum af þessu tagi.“ Hann segir að margir taki því sem svo að óskir fjölmiðla um upplýsingar séu árásir á opinberar persónur. „Þessu er oft tekið eins og það sé verið að ráðast á persónur, snuðra og þar fram eftir götum. Maður getur vonað að það viðhorf fari nú kannski að breytast og fólk fari að taka því sem eðlilegum hlut að fjölmiðlar reyni eftir bestu getu að fá og veita sem flestar upplýsingar,“ segir Jón. Stj.mál Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
„Þetta er algjörlega bráðnauðsynleg breyting á reglum þingsins,“ Segir Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki og formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu. „Það er engin ástæða fyrir því að greiðslum af þessu tagi sé haldið leyndu fyrir almenningi.“ Í gær tilkynnti Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að til skoðunar hefur verið á undanförnum mánuðum, og rætt í forsætisnefnd Alþingis, að auka upplýsingagjöf um kjör og starfskostnaðargreiðslur alþingismanna þannig að aðgangur að þeim verði öllum auðveldur og þær birtar á vef þingsins. Markmiðið sé að engin leynd sé yfir neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki.Sjá: „Markmiðið er að ekki sé leynd yfir neinu“ „Það sem við höfum kannski séð betur og betur á síðustu mánuðum og árum er að gagnsæi um þessa hluti hefur áhrif á hegðun,“ segir Jón. „Tilfellið er að jafnvel þó að við séum ekki beinlínis að saka fólk um einhverskonar siðleysi að þá er það ósköp fyrirsjáanleg afleiðing af leynd að fólk stendur frammi fyrir ákveðnum freistnivanda. Það er meiri freisting fyrir fólk að nýta sér allskonar leiðir til að fá greiðslur ef það getur gengið að því vísu að það kemur aldrei fyrir sjónir almennings.“Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, boðar að upplýsingar um starfskostnaðargreiðslur verði birtar á vef Alþingis.Vísir/ValliHingað til hafa starfskostnaðargreiðslur þingmanna ekki verið birtar opinberlega þar til forseti þingsins upplýsti í svari við fyrirspurn um tíu hæstu upphæðirnar sem endurgreiddar hafa verið þingmönnum vegna aksturs. Þær upplýsingar voru þó ekki persónurekjanlegar en fjölmiðlar hafa oft kallað á eftir upplýsingum af þessum toga. „Þessi tilhneiging hér á landi er svo furðurleg,“ segir Jón. „Maður hefur séð hvernig fyrirspurnum fjölmiðla hefur verið mætt af vandlætingu meðal sumra þingmanna. Talað hefur verið um það að það sé óeðlilegt að óska eftir upplýsingum af þessu tagi.“ Hann segir að margir taki því sem svo að óskir fjölmiðla um upplýsingar séu árásir á opinberar persónur. „Þessu er oft tekið eins og það sé verið að ráðast á persónur, snuðra og þar fram eftir götum. Maður getur vonað að það viðhorf fari nú kannski að breytast og fólk fari að taka því sem eðlilegum hlut að fjölmiðlar reyni eftir bestu getu að fá og veita sem flestar upplýsingar,“ segir Jón.
Stj.mál Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“