„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hulda Hólmkelsdóttir og Jakob Bjarnar skrifa 16. febrúar 2018 16:21 Þó svörun við fyrirspurnum á alþingismenn hafi verið með ágætum, um 76 prósent, er þó talsverður hópur sem ekki hefur hirt um að ansa eðlilegum spurningum um ráðstöfun á almannafé. Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs. Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, kemst ekki á lista yfir þá þingmenn sem notið hafa akstursstyrks frá alþingi. „Því er auðsvarað. Ég er ekki einu sinni með bílpróf. Það hef ég aldrei tekið þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig ég ætti að geta keyrt um mitt kjördæmi,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Gunnar Hrafn er einn þeirra fyrrverandi þingmanna, þeirra sem sátu á þingi 2017 og athugunin tekur til, sem Vísir reyndi ítrekað að ná tali af í morgun og í dag. Gunnar Hrafn svaraði skilaboðum og setti sig samband við fréttastofuna nú síðdegis.Helsta niðurstaða umfangsmikillar úttektar Vísis, sem birt var fyrr í dag, er að þeir sem hafa verið þyngstir á fóðrunum við að fá aksturspeninga frá þinginu gefa sig ekki fram. Ekki hefur, þrátt fyrir mikla eftirfylgni, tekist að fylla topp tíu listann í þeim efnum. Enn vantar helming fólks á þann lista.Vilhjálmur í öðru sæti Komið hefur fram að Ásmundur Friðriksson er aksturskonungur þingsins, hann fékk 4,6 milljónir króna vegna aksturs fyrir árið 2017. Samkvæmt útreikningum FÍB er raunkostnaður vegna aksturs hans rúmlega 2 milljónir króna. Kjarninn greinir svo frá því að Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, skipi annað sætið á lista yfir þá sem mest fengu, eða tæplega 3,5 milljónir. Vilhjálmur er meðal þeirra sem ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis og eða símhringingum. Vilhjálmur kemur óbeint inná þetta umræðuefni á Facebooksíðu sinni í dag þó hann hafi ekki komið því við að svara fyrirspurn Vísis. En þá birtir hann mynd af Ásmundi við flugvél og segir að hann fljúgi einnig.Gunnar Hrafn er ekki einu sinni með bílpróf þannig að ekki sótti hann í akstursfé alþingis.visir/stefánÞeir þingmenn sem þumbast við að svara Fyrir utan ráðherra, sem eru með einkabíl og bílstjóra þegar þau þurfa að fara um og þurfa því ekki á akstursgreiðslum að halda og þá Vilhjálm, má sjá lista yfir þá sem ekki svöruðu fyrirspurn Vísis hér neðar. Þeir hljóta þannig að teljast líklegir kandídatar á lista yfir akstursglaða þingmenn sem þó vilja ekki gefa sig fram í þessu samhengi:Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Vísir hefur, eftir að úttektin var birt, reynt eftir sem áður að ná sambandi við ofangreinda en án árangurs.
Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00