Sif Konráðsdóttir hættir störfum sem aðstoðarmaður ráðherra Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 16:42 Sif Konráðsdóttir. Vísir/HARI Sif Konráðsdóttir mun hætta störfum sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga. „Ég hef tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður minn, hætti störfum frá og með deginum í dag. Ég óska Sif alls hins besta og þakka henni fyrir samstarfið. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.“Ráðning Sifjar ýfði upp sár þolanda Sif Konráðsdóttir var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. Guðmundur Ingi sagðist í samtali við fréttastofu þann 10. febrúar síðastliðinn treysta Sif þrátt fyrir kæruna. Í vikunni steig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, fyrrum skjólstæðingur Sifjar, fram og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands.Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar. Þá var greint frá því í Fréttablaðinu í dag að friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hafi verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga til staðfestingar. Sif er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sagði Sif í samtali við Fréttablaðið að hún telji ráðherrann ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó að aðstoðarmaður hans, hún sjálf, hefði barist fyrir því að jörðin verði friðuð.Fréttin hefur verið uppfærð. Stj.mál Tengdar fréttir Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00 Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sif Konráðsdóttir mun hætta störfum sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga. „Ég hef tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður minn, hætti störfum frá og með deginum í dag. Ég óska Sif alls hins besta og þakka henni fyrir samstarfið. Virðingarfyllst, Guðmundur Ingi Guðbrandsson.“Ráðning Sifjar ýfði upp sár þolanda Sif Konráðsdóttir var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. Guðmundur Ingi sagðist í samtali við fréttastofu þann 10. febrúar síðastliðinn treysta Sif þrátt fyrir kæruna. Í vikunni steig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, fyrrum skjólstæðingur Sifjar, fram og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands.Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar. Þá var greint frá því í Fréttablaðinu í dag að friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hafi verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga til staðfestingar. Sif er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sagði Sif í samtali við Fréttablaðið að hún telji ráðherrann ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó að aðstoðarmaður hans, hún sjálf, hefði barist fyrir því að jörðin verði friðuð.Fréttin hefur verið uppfærð.
Stj.mál Tengdar fréttir Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00 Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Umhverfisráðherra hefur til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar Konráðsdóttur, aðstoðarmanns síns. Friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 3. Sif og maður hennar hafa barist gegn lagningu línunnar, en hún telur 16. febrúar 2018 06:00
Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42
Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00