Gera þarf betur hvað varðar mannréttindi intersex-fólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 20:00 Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira