Mistök við lagasetningu alltof algeng Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira