Enski boltinn

Sjáðu stoðsendingu Gylfa, ellefu sekúndna mark Eriksen og öll hin mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Eriksen fagnar marki sínu í gær.
Christian Eriksen fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson gaf sína þriðju stoðsendingu á tímabilinu er hann lagði upp fyrra mark Theo Walcott í 2-1 sigri Everton á Leicester í gærkvöldi.

Þetta var afar kærkominn sigur fyrir þá bláklæddu - sá fyrsti síðan 18. desember og eru þá allar keppnir taldar með.

Þetta voru fyrstu mörk Theo Walcott fyrir Everton sem er í níunda sætid eildarinnar með 31 stig.

Gærkvöldið var þó fyrst og fremst gott fyrir Manchester City sem jók forystu sína á toppi deildarinnar í fimmtán stig með öruggum 3-0 sigri á botnliði West Brom.

Næstu lið á eftir, Manchester United og Chelsea, töpuðu bæði sínum leikjum. United fékk á sig sitt fyrsta mark síðan á öðrum í jólum þegar Christian Eriksen gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrir Tottenham eftir aðeins ellefu sekúndur. Síðara mark Tottenham var svo sjálfsmark Phil Jones.

Mark Eriksen er það þriðja fljótasta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en metið á Ledley King sem skoraði eftir 9,5 sekúndur fyrir Tottenham gegn Bradford City árið 2000.

Öll mörk gærkvöldsins og samantektir úr öllum leikjunum má sjá hér fyrir neðan.

Southampton - Brighton 1-1
Chelsea - Bournemouith 0-3
Everton - Leicester 2-1
Newcastle - Burnley 1-1
Tottenham - Manchester United 2-0
Manchester City - West Brom 3-0
Stoke - Watford 0-0
Wednesday Roundup



Fleiri fréttir

Sjá meira


×