„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 19:45 Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30