Vélmennið Títan stal senunni: Stundum einmana en á marga vini á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 21:00 Vélmennið Títan stal senunni á UT messunni í ár. Vísir/Egill Vélmennið Títan er eitt sinnar tegundar í heiminum en vélmennið syngur, dansar og leikur listir sínar. Títan hefur ferðast víða um heiminn en er nú staddur hér á landi þar sem hann skemmti gestum og gangandi á UT Messunni í Hörpu í dag. UT messan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Sjónhverfingar í sýndarveruleika, 3D prentuð matvæli, jarðskjálftahermir og tónlistarhringur var meðal þess sem var til sýnis að þessu sinni. Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema var einnig á sínum stað en senuþjófarnir að þessu sinni voru án efa vélmennin Pepper og Títan. Jamie, nánasti samstarfsmaður Títans, þekkir hann betur en flestir og hefur ferðast með honum víða um heiminn, allt frá Ástralíu til Íslands. „Hann er 2,40 á hæð, syngur, dansar og grínast. Hann ferðast um heiminn, skemmtir fólki og gerir það hamingjusamt. Hann er einn sinnar tegundar, alveg einstakur og mjög vinsæll þegar við höldum sýningar,” segir Jamie, í samtali við Stöð 2.Verður hann þá aldrei einmana?„Hann er mjög einmana vélmenni en hann á marga vini hérna. Honum hefur verið mjög vel tekið og við höfum skemmt okkur mjög vel," bætir Jamie við. Vélmennin tvö vöktu heldur betur lukku og Pepper kvaddi með kossi úr Hörpunni. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Vélmennið Títan er eitt sinnar tegundar í heiminum en vélmennið syngur, dansar og leikur listir sínar. Títan hefur ferðast víða um heiminn en er nú staddur hér á landi þar sem hann skemmti gestum og gangandi á UT Messunni í Hörpu í dag. UT messan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Sjónhverfingar í sýndarveruleika, 3D prentuð matvæli, jarðskjálftahermir og tónlistarhringur var meðal þess sem var til sýnis að þessu sinni. Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema var einnig á sínum stað en senuþjófarnir að þessu sinni voru án efa vélmennin Pepper og Títan. Jamie, nánasti samstarfsmaður Títans, þekkir hann betur en flestir og hefur ferðast með honum víða um heiminn, allt frá Ástralíu til Íslands. „Hann er 2,40 á hæð, syngur, dansar og grínast. Hann ferðast um heiminn, skemmtir fólki og gerir það hamingjusamt. Hann er einn sinnar tegundar, alveg einstakur og mjög vinsæll þegar við höldum sýningar,” segir Jamie, í samtali við Stöð 2.Verður hann þá aldrei einmana?„Hann er mjög einmana vélmenni en hann á marga vini hérna. Honum hefur verið mjög vel tekið og við höfum skemmt okkur mjög vel," bætir Jamie við. Vélmennin tvö vöktu heldur betur lukku og Pepper kvaddi með kossi úr Hörpunni.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira