Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 13:15 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Samsett mynd Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf lítið fyrir hugmyndir Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, um stórtæka byggingu íbúða í Örfirisey. Dagur sagði það misskilning að meirihlutinn í borginni talaði fyrir þéttingu byggðar í öllum tilvikum. Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. Eitt stykki Garðabær og Álftanes í ÖrfiriseyDagur og Eyþór tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Húsnæðis-, samgöngu- og skólamál voru í öndvegi en báðir gagnrýndu þeir stefnu hins í málaflokkunum harðlega. Í seinni hluta þáttarins ræddu Dagur og Eyþór sérstaklega hugmyndir þess síðarnefnda um umfangsmikla uppbyggingu í Örfirisey. Dagur sagði þau áform ekki raunhæf. „Eyþór talar um að þar megi byggja 10-15 þúsund manna hverfi. Bara til þess að setja það í samhengi, hann er semsagt að tala um eitt stykki Garðabæ og Álftanes út í Örfirisey,“ sagði Dagur og benti á að umferð út í byggðina myndi m.a. fara um Hringbraut og Mýrargötu, sem væri ekki vænlegur kostur.Hugmynd um byggð í Örfirisey hafi auk þess fallið um sjálfa sig vegna þeirrar viðleitni að standa vörð um blómlega uppbyggingu sem er nú að þróast úti á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. Þá sé misskilningur að meirihlutinn vilji þétta byggð út um allt. „Ef útþenslustefnan hans er ögrun og árás á lífskjör fólksins í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi þá er þetta í raun einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt,“ sagði Dagur.Miðaði við úttektir Eyþór sagði þá að sér þætti sérstakt að Dagur tali gegn stefnunni sem hann hefur boðað í borgarpólitíkinni undanfarin ár en Dagur hefur, eins og áður sagði, verið ötull talsmaður þéttingar byggðar í Reykjavík. „Þegar ég tala um að það sé mögulegt að byggja 10-15 þúsund íbúðir þá er það bara miðað við þær úttektir sem hafa verið gerðar,“ sagði Eyþór. Þá benti hann á að sú ákvörðun um að setja Geirsgötu ekki í stokk gæti leitt til þess að ekki verði hægt að byggja eins mikið í Örfirisey og upphaflegar hugmyndir gerðu ráð fyrir.3000 íbúðir í hönnun fyrir kosningarHúsnæðismarkaðurinn var auk þess til umræðu í þættinum en Eyþór sagði ástandið í Reykjavík ekki hafa lagast þrátt fyrir endurtekin loforð meirihlutans um breytingar. Þá sagði hann Reykvíkingar flýja borgina og leita í önnur sveitarfélög, þar sem þjónusta væri betri samkvæmt könnunum. Dagur sagði borgina aftur á móti vera á fleygiferð og benti á að hún hafi verið hástökkvari í úttekt Economist á borgum. Þá benti Dagur á að siðustu ár hafi verið byggt með félagslegum áherslum, en ekki áherslum á frjálsan markað eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft að leiðarljósi, og nú sé áætlað að 3000 íbúðir verði komnar í hönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí næstkomandi. Eyþór gekk þá hart að Degi og spurði hversu margar af íbúðunum í málefnasamningi borgarstjórnar væru fullbyggðar. Dagur kvaðst myndu leggja fram það yfirlit í vor og ítrekaði að í málefnasamningi hefði verið talað um íbúðir sem byrjað væri að hanna en ekki fullbyggðar.Viðtalið við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, má hlusta á í heild í spilurum í fréttinni hér að ofan. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28 Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54 Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf lítið fyrir hugmyndir Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, um stórtæka byggingu íbúða í Örfirisey. Dagur sagði það misskilning að meirihlutinn í borginni talaði fyrir þéttingu byggðar í öllum tilvikum. Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor en Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. Eitt stykki Garðabær og Álftanes í ÖrfiriseyDagur og Eyþór tókust á í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Húsnæðis-, samgöngu- og skólamál voru í öndvegi en báðir gagnrýndu þeir stefnu hins í málaflokkunum harðlega. Í seinni hluta þáttarins ræddu Dagur og Eyþór sérstaklega hugmyndir þess síðarnefnda um umfangsmikla uppbyggingu í Örfirisey. Dagur sagði þau áform ekki raunhæf. „Eyþór talar um að þar megi byggja 10-15 þúsund manna hverfi. Bara til þess að setja það í samhengi, hann er semsagt að tala um eitt stykki Garðabæ og Álftanes út í Örfirisey,“ sagði Dagur og benti á að umferð út í byggðina myndi m.a. fara um Hringbraut og Mýrargötu, sem væri ekki vænlegur kostur.Hugmynd um byggð í Örfirisey hafi auk þess fallið um sjálfa sig vegna þeirrar viðleitni að standa vörð um blómlega uppbyggingu sem er nú að þróast úti á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. Þá sé misskilningur að meirihlutinn vilji þétta byggð út um allt. „Ef útþenslustefnan hans er ögrun og árás á lífskjör fólksins í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi þá er þetta í raun einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt,“ sagði Dagur.Miðaði við úttektir Eyþór sagði þá að sér þætti sérstakt að Dagur tali gegn stefnunni sem hann hefur boðað í borgarpólitíkinni undanfarin ár en Dagur hefur, eins og áður sagði, verið ötull talsmaður þéttingar byggðar í Reykjavík. „Þegar ég tala um að það sé mögulegt að byggja 10-15 þúsund íbúðir þá er það bara miðað við þær úttektir sem hafa verið gerðar,“ sagði Eyþór. Þá benti hann á að sú ákvörðun um að setja Geirsgötu ekki í stokk gæti leitt til þess að ekki verði hægt að byggja eins mikið í Örfirisey og upphaflegar hugmyndir gerðu ráð fyrir.3000 íbúðir í hönnun fyrir kosningarHúsnæðismarkaðurinn var auk þess til umræðu í þættinum en Eyþór sagði ástandið í Reykjavík ekki hafa lagast þrátt fyrir endurtekin loforð meirihlutans um breytingar. Þá sagði hann Reykvíkingar flýja borgina og leita í önnur sveitarfélög, þar sem þjónusta væri betri samkvæmt könnunum. Dagur sagði borgina aftur á móti vera á fleygiferð og benti á að hún hafi verið hástökkvari í úttekt Economist á borgum. Þá benti Dagur á að siðustu ár hafi verið byggt með félagslegum áherslum, en ekki áherslum á frjálsan markað eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft að leiðarljósi, og nú sé áætlað að 3000 íbúðir verði komnar í hönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí næstkomandi. Eyþór gekk þá hart að Degi og spurði hversu margar af íbúðunum í málefnasamningi borgarstjórnar væru fullbyggðar. Dagur kvaðst myndu leggja fram það yfirlit í vor og ítrekaði að í málefnasamningi hefði verið talað um íbúðir sem byrjað væri að hanna en ekki fullbyggðar.Viðtalið við Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, má hlusta á í heild í spilurum í fréttinni hér að ofan.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28 Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54 Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. 28. janúar 2018 16:28
Eyþór vann afgerandi sigur: „Niðurstaðan er vonum framar“ Eyþór hlaut sextíu prósent greiddra atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Niðurstöðurnar komu í ljós nú klukkan ellefu í kvöld. 27. janúar 2018 22:54
Slegist um annað og þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Lítil endurnýjun er í kortum Samfylkingarinnar í borginni en búast má við harðri baráttu um efstu sæti listans. Fullkomin sátt virðist um leiðtogann Dag B. Eggertsson. Kristín Soffía skorar varaformanninn á hólm um annað sætið. 23. janúar 2018 06:00