Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2018 17:54 Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. Krónan þjóni auðmönnum en ekki almenningi. Fjármálaráðherra segir krónuna hins vegar gegna sínu hlutverki vel og sjálfstæður gjaldmiðill verji hagsmuni almennings. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að nú væri hefðbundin orðræða talsmanna fyrirtækja hafin í aðdraganda kjarasamninga um að ekki væri hægt að hækka laun. Það væru hins vegar sveiflur á gengi krónunnar sem hefðu meira að segja um hag fyrirtækja en launakostnaður. Þannig sé launakostnaður Odda sem sagt hafi upp tæplega 90 manns á dögunum um 38 prósent af tekjum en verð á innfluttum samkeppnisvörum tæki 100 prósent mið af gengi krónunnar. Hún væri óstöðug vegna þess hvað hún væri lítill gjaldmiðill og gengisfellingar hennar væru leið til að færa fé frá almenningi til sumra fyrirtækja. „Þess vegna hef ég oft furðað mig á málflutningi hæstvirts fjármálaráðherra þar sem þessi skelfilegi gjaldmiðill sem krónan er er varin og gengisfellingar jafnvel taldar til kosta hennar. Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Laun óvíða hækkað jafn mikið og á Íslandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði laun hafa hækkað um 40 prósent á undanförnum fjórum til fimm árum og kaupmáttur aukist langt umfram það sem þekktist í nokkru evrópusambandsríki. „Og þegar við höfum tekið út jafn mikla kaupmáttaraukningu og hækkað laun jafn mikið og á við undanfarin ár er ekki nema von að menn komi að þei tímapunkti sem nú virðist vera að renna upp að það sé erfitt að halda áfram á sama hraða. Það þýðir ekki að það sé eitthvað að gjaldmiðlinum,“ sagði Bjarni. Krónan hafi vissulega styrkst en það væri hlutverk gjaldmiðilsins að sveiflast í takti við það sem væri að gerast í hagkerfinu. „Ég held að krónan hafi verið að sinna sínu hlutverki mjög vel. Bæði í hruninu þegar samkeppnishæfni landsins gjörbreyttist á einni nóttu nánast. Eins núna, það hefði verið til skaða ef ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða,“ segir Bjarni. Þá hafi verðbólga verið lítil undanfarin fjögur ár og raunvextir líklega aldrei lægri. „Það er eins og maður sé að vega að Lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar. Svör hæstvirts fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmuni ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er að berjast fyrir. Það eru hagsmunir stórfyrirtækja, banka og auðmanna. En ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur Fjármálaráðherra sagðist ekki vera neinn trúarofstæðismaður í gjaldmiðilsmálum. Sum lönd hafi kosið að tengjast stærri gjaldmiðlum. „En við höfum séð afleiðingar þess á undanförnum árum. Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum atvinnuleysið. Það gerðum við ekki hér á Íslandi. Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. Krónan þjóni auðmönnum en ekki almenningi. Fjármálaráðherra segir krónuna hins vegar gegna sínu hlutverki vel og sjálfstæður gjaldmiðill verji hagsmuni almennings. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að nú væri hefðbundin orðræða talsmanna fyrirtækja hafin í aðdraganda kjarasamninga um að ekki væri hægt að hækka laun. Það væru hins vegar sveiflur á gengi krónunnar sem hefðu meira að segja um hag fyrirtækja en launakostnaður. Þannig sé launakostnaður Odda sem sagt hafi upp tæplega 90 manns á dögunum um 38 prósent af tekjum en verð á innfluttum samkeppnisvörum tæki 100 prósent mið af gengi krónunnar. Hún væri óstöðug vegna þess hvað hún væri lítill gjaldmiðill og gengisfellingar hennar væru leið til að færa fé frá almenningi til sumra fyrirtækja. „Þess vegna hef ég oft furðað mig á málflutningi hæstvirts fjármálaráðherra þar sem þessi skelfilegi gjaldmiðill sem krónan er er varin og gengisfellingar jafnvel taldar til kosta hennar. Finnst hæstvirtum fjármálaráðherra réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þurfi að búa við krónuna og hennar fylgifiska sem eru háir vextir og verðtrygging? Á meðan geta stórfyrirtæki og auðmenn kosið skjól annarra gjaldmiðla á sama tíma og þeir njóta góðs af af háum vöxtum og verðtryggðu fjármagni,“ sagði Ágúst Ólafur.Laun óvíða hækkað jafn mikið og á Íslandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði laun hafa hækkað um 40 prósent á undanförnum fjórum til fimm árum og kaupmáttur aukist langt umfram það sem þekktist í nokkru evrópusambandsríki. „Og þegar við höfum tekið út jafn mikla kaupmáttaraukningu og hækkað laun jafn mikið og á við undanfarin ár er ekki nema von að menn komi að þei tímapunkti sem nú virðist vera að renna upp að það sé erfitt að halda áfram á sama hraða. Það þýðir ekki að það sé eitthvað að gjaldmiðlinum,“ sagði Bjarni. Krónan hafi vissulega styrkst en það væri hlutverk gjaldmiðilsins að sveiflast í takti við það sem væri að gerast í hagkerfinu. „Ég held að krónan hafi verið að sinna sínu hlutverki mjög vel. Bæði í hruninu þegar samkeppnishæfni landsins gjörbreyttist á einni nóttu nánast. Eins núna, það hefði verið til skaða ef ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða,“ segir Bjarni. Þá hafi verðbólga verið lítil undanfarin fjögur ár og raunvextir líklega aldrei lægri. „Það er eins og maður sé að vega að Lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar. Svör hæstvirts fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmuni ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er að berjast fyrir. Það eru hagsmunir stórfyrirtækja, banka og auðmanna. En ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu,“ sagði Ágúst Ólafur Fjármálaráðherra sagðist ekki vera neinn trúarofstæðismaður í gjaldmiðilsmálum. Sum lönd hafi kosið að tengjast stærri gjaldmiðlum. „En við höfum séð afleiðingar þess á undanförnum árum. Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum atvinnuleysið. Það gerðum við ekki hér á Íslandi. Þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir, að það sé verið að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu. Við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira