Forysta City orðin fimmtán stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernandinho fagnar marki sínu í kvöld.
Fernandinho fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Manchester City tók enn eitt skrefið í átt að meistaratitlinum í ensku úrvalsdeildinni er liðið vann öruggan sigur á West Brom, 3-0, í kvöld.

Á sama tíma töpuðu næstu lið á eftir, Manchester United og Chelsea, leikjum sínum og er nú forysta City á toppnum orðin fimmtán stig þegar þrettán umferðir eru eftir af tímabilinu.

Fernandinho, Kevin De Bruyne og Sergio Agüero skoruðu mörk City í kvöld en Raheem Sterling lagði upp síðari tvö mörk City í kvöld.

City hefur tapað aðeins einum deildarleik í vetur og er með markatöluna 73-18 - ekkert lið hefur skorað fleiri mörk og ekkert hefur fengið færri á sig. Yfirburðir liðsins virðast algerir þetta tímabilið.

West Brom náði reyndar aðeins einu skoti á markið í kvöld en það kom á 88. mínútu. Daniel Sturridge átti það en hann er í láni hjá félaginu frá Liverpool og þreytti frumraun sína í kvöld.

West Brom er neðst í deildinni og þremur stigum á eftir næsta liði og fjórum stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira