Ragnhildur Steinunn ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2018 12:04 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið Elena Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðardagskrárstjóra hjá RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tilkynnti starfsfólki í Efstaleiti um ráðninguna í morgun. „Ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi hlutverk, að vera þátttakandi í að efla framleiðslu RÚV enn frekar,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Vísi. Mun hún vinna með Skarphéðni að dagskrártengdum málefnum Sjónvarps, koma að ytri og innri samskiptum dagskrárdeildar sjónvarps og vera alhliða stuðningur við Skarphéðinn meðfram því að sinna áfram dagskrárgerð fyrir sjónvarp. „Ég hef unnið mjög náið með Skarphéðni í mörg ár. Það verður mjög skemmtilegt að koma inn í hans teymi og láta frekar til sín taka.“ Ragnhildur Steinunn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að framleiðslu og ritstjórn sjónvarpsefnis. Hún hefur starfað hjá RÚV frá árinu 2004 og meðal annars sinnt þáttagerð fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans dans dans, Gott kvöld, Ísþjóðina með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin svo fátt eitt sé nefnt. Ragnhildur Steinunn situr í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar og hefur haldið utan um dagskrárgerð keppninnar síðustu ár. Að auki hefur hún verið kynnir keppninnar, nær viðstöðulaust, frá árinu 2007. Ragnhildur Steinunn leikstýrði og framleiddi heimildamyndina „Hrafnhildur-heimildamynd um kynleiðréttingu“ sem hlaut Eddu-verðlaunin árið 2013 í flokki heimildamynda. Árið 2014 var heimildamyndin „Ég gafst ekki upp“ í umsjón Ragnhildar Steinunnar einnig tilnefnd til Eddunnar. Ragnhildur Steinunn ritstýrði sjónvarpsþáttunum Hæpið á RÚV en þeir hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi árið 2015 og voru að auki tilnefndir til Eddunnar. Hún er annar höfunda og útgefanda bókarinnar Forystuþjóð en bókin er viðtalsbók um stöðu jafnréttismála á Íslandi árið 2017. Ragnhildur Steinunn er með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands. Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðardagskrárstjóra hjá RÚV. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, tilkynnti starfsfólki í Efstaleiti um ráðninguna í morgun. „Ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi hlutverk, að vera þátttakandi í að efla framleiðslu RÚV enn frekar,“ segir Ragnhildur Steinunn í samtali við Vísi. Mun hún vinna með Skarphéðni að dagskrártengdum málefnum Sjónvarps, koma að ytri og innri samskiptum dagskrárdeildar sjónvarps og vera alhliða stuðningur við Skarphéðinn meðfram því að sinna áfram dagskrárgerð fyrir sjónvarp. „Ég hef unnið mjög náið með Skarphéðni í mörg ár. Það verður mjög skemmtilegt að koma inn í hans teymi og láta frekar til sín taka.“ Ragnhildur Steinunn hefur víðtæka reynslu þegar kemur að framleiðslu og ritstjórn sjónvarpsefnis. Hún hefur starfað hjá RÚV frá árinu 2004 og meðal annars sinnt þáttagerð fyrir Kastljós, Óskalög þjóðarinnar, Dans dans dans, Gott kvöld, Ísþjóðina með Ragnhildi Steinunni og Laugardagslögin svo fátt eitt sé nefnt. Ragnhildur Steinunn situr í framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar og hefur haldið utan um dagskrárgerð keppninnar síðustu ár. Að auki hefur hún verið kynnir keppninnar, nær viðstöðulaust, frá árinu 2007. Ragnhildur Steinunn leikstýrði og framleiddi heimildamyndina „Hrafnhildur-heimildamynd um kynleiðréttingu“ sem hlaut Eddu-verðlaunin árið 2013 í flokki heimildamynda. Árið 2014 var heimildamyndin „Ég gafst ekki upp“ í umsjón Ragnhildar Steinunnar einnig tilnefnd til Eddunnar. Ragnhildur Steinunn ritstýrði sjónvarpsþáttunum Hæpið á RÚV en þeir hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Stígamóta fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi árið 2015 og voru að auki tilnefndir til Eddunnar. Hún er annar höfunda og útgefanda bókarinnar Forystuþjóð en bókin er viðtalsbók um stöðu jafnréttismála á Íslandi árið 2017. Ragnhildur Steinunn er með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands.
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira