Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 13:04 Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00