Þorgerður Katrín stefnir á endurkjör í formannsembætti á landsþingi í mars Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00
Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04