„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. janúar 2018 07:50 Hjónin Eva Vala Guðjónsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson sjást hér á frumsýningu Reyni sterka. Vísir/Anton Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. Lögregluyfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru bakvið nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að Robert hafi brotið á og dæmt hefur verið fyrir. „Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella [...] og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau Bergur og Eva í Fréttablaðið í dag.Tilefni skrifanna er fundur allsherjar- og menntamálanefndar alþingis þann 17. janúar síðastliðinn þar sem rætt var um varðveislu sönnunargangna, t.a.m. í máli Roberts Downey. Önnu Katrínu Stefánsdóttur, sem lagt hefur fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot, hafði verið tjáð að gögnin „væru týnd eða ónýt,“ en telur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Á fundi allsherjar og menntamálanefndar sagði dómsmálaráðherra hins vegar um gögnin í máli Önnu að „í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“Óþægindi og hugarangur Eftir að hafa „oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ segja Bergur og Eva að þessi yfirlýsing ráðherrans sé tilefni til afsökunarbeiðni - „fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum.“ Í ljósi þess að gögnin í máli Roberts Downey, eins og fyrrnefnd minnisbók og aftrit af tölvupóstum og smáskilaboðum, séu hvorki týnd né ónýt telja greinahöfundar að yfirvöldum hljóti að bera skylda til að rannsaka gögnin í þaula. Nefna þau minnisbókina sérstaklega í þessu samhengi enda kunna þar að finnast fleiri brotaþolar meðal þeirra 330 nafna sem ekki hafa verið rannsökuð. Grein þeirra má Bergs og Evu má nálgast með því að smella hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. Lögregluyfirvöld hafi ekki athugað hvaða konur eru bakvið nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að Robert hafi brotið á og dæmt hefur verið fyrir. „Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella [...] og eftir standa 330 nöfn órannsökuð,“ skrifa þau Bergur og Eva í Fréttablaðið í dag.Tilefni skrifanna er fundur allsherjar- og menntamálanefndar alþingis þann 17. janúar síðastliðinn þar sem rætt var um varðveislu sönnunargangna, t.a.m. í máli Roberts Downey. Önnu Katrínu Stefánsdóttur, sem lagt hefur fram kæru á hendur Roberti fyrir kynferðisbrot, hafði verið tjáð að gögnin „væru týnd eða ónýt,“ en telur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Á fundi allsherjar og menntamálanefndar sagði dómsmálaráðherra hins vegar um gögnin í máli Önnu að „í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“Óþægindi og hugarangur Eftir að hafa „oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt,“ segja Bergur og Eva að þessi yfirlýsing ráðherrans sé tilefni til afsökunarbeiðni - „fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum.“ Í ljósi þess að gögnin í máli Roberts Downey, eins og fyrrnefnd minnisbók og aftrit af tölvupóstum og smáskilaboðum, séu hvorki týnd né ónýt telja greinahöfundar að yfirvöldum hljóti að bera skylda til að rannsaka gögnin í þaula. Nefna þau minnisbókina sérstaklega í þessu samhengi enda kunna þar að finnast fleiri brotaþolar meðal þeirra 330 nafna sem ekki hafa verið rannsökuð. Grein þeirra má Bergs og Evu má nálgast með því að smella hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00