Ísland og Færeyjar semja um fiskveiðimál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2018 16:50 Íslensk og færeysk stjórnvöld hafa náð samningum um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir þetta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna á árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samið hafi verið um gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og á liðnu ári með þeirri breytingu að hámarksfjöldi íslenskra skipa sem getur verið á kolmunnaveiðum í einu í færeyskri lögsögu fjölgar úr 12 í 15. „Samið var um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á vertíðinni en að hámarki 25.000 tonn i stað 30.000 tonna sem var áður. Áfram eru takmarkanir á heimildum Færeyinga til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis. Þó er sú rýmkun gerð að viðmiðun takmörkunar til manneldisvinnslu verður 17. febrúar í stað 15. febrúar. Eftir 17. febrúar verða færeysk skip sem sagt að landa a.m.k. 2/3 af afla sínum í íslenskum höfnum.“ Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu í ár og þær voru 2017 eða 5.600 tonn að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Hámark fyrir þorskveiði verði áfram 2.400 tonn og 650 tonn fyrir keilu innan þessa heildarmagns. „Ísland mun áfram hafa heimild til að veiða 1.300 tonn af makríl sem eru aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri lögsögu en Ísland afsalar sér 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld sem lengi hafði verið í samningi þjóðanna, án þess að Ísland hafi nýtt sér um árabil.“ Þjóðirnar stefni að því að hefja vinnu við gerð rammasmnings milli landanna um fiskveiðimál sem fyrst með það að markmiði að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. september á þessu ári. Sjávarútvegur Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
Íslensk og færeysk stjórnvöld hafa náð samningum um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir þetta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna á árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samið hafi verið um gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og á liðnu ári með þeirri breytingu að hámarksfjöldi íslenskra skipa sem getur verið á kolmunnaveiðum í einu í færeyskri lögsögu fjölgar úr 12 í 15. „Samið var um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á vertíðinni en að hámarki 25.000 tonn i stað 30.000 tonna sem var áður. Áfram eru takmarkanir á heimildum Færeyinga til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis. Þó er sú rýmkun gerð að viðmiðun takmörkunar til manneldisvinnslu verður 17. febrúar í stað 15. febrúar. Eftir 17. febrúar verða færeysk skip sem sagt að landa a.m.k. 2/3 af afla sínum í íslenskum höfnum.“ Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu í ár og þær voru 2017 eða 5.600 tonn að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Hámark fyrir þorskveiði verði áfram 2.400 tonn og 650 tonn fyrir keilu innan þessa heildarmagns. „Ísland mun áfram hafa heimild til að veiða 1.300 tonn af makríl sem eru aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri lögsögu en Ísland afsalar sér 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld sem lengi hafði verið í samningi þjóðanna, án þess að Ísland hafi nýtt sér um árabil.“ Þjóðirnar stefni að því að hefja vinnu við gerð rammasmnings milli landanna um fiskveiðimál sem fyrst með það að markmiði að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. september á þessu ári.
Sjávarútvegur Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira