Enski boltinn

Walcott gæti orðið liðsfélagi Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Walcott í leik með Arsenal.
Walcott í leik með Arsenal. Vísir/Getty
Theo Walcott er orðaður við Everton í Liverpool Echo í dag en hann er sagður á leið frá Arsenal.

Enski landsliðsmaðurinn hefur lítið fengið að spila með Lundúnarfélaginu og er talið líklegt að Arsenal sé reiðubúið að selja leikmanninn fyrir 30 milljónir punda í mánuðinum.

Walcott kom sem táningur frá Southampton og hefur verið helst orðaður við sitt gamla félag. En Everton ætlar að blanda sér í baráttuna um kappann og er talið líklegra til að geta mætt launakröfum Walcott en Southampton.

Framherjinn Cenk Tosun gekk nýverið í raðir Everton en þar að auki er Sam Allardyce, stjóri Everton, sagður vera að leita að varnarmanni.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Everton en liðið er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Everton hefur ekki unnið síðustu fjóra leiki sína og tapað síðustu tveimur. Liðið mætir Tottenham, gamla félagi Gylfa, á útivelli á laugardag klukkan 17.30.


Tengdar fréttir

Pellegrino staðfestir áhuga á Walcott

Mauricio Pellegrino, knattspyrnustjóri Southampton, staðfesti í samtali við SkySports að félagið sé að skoða möguleikann á að fá Theo Walcott aftur til uppeldisfélagsins frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×