Baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er nýr formaður stjórnar Pírata í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 23:30 Rúnar Björn var einn af þeim fyrstu sem hlaut notendastýrða persónulega þjónustu. Hann var í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. Rúnar Björn Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur, var á aðalfundi Pírata í kvöld kjörinn formaður nýrrar stjórnar Pírata í Reykjavík. „Ég er orðinn atvinnuformaður,“ segir Rúnar og skellir upp úr því fyrir er hann formaður málefnahóps Öryrkjabandagsins um sjálfstætt líf og formaður NPA-miðstöðvarinnar. Hann segist ekki hafa búist við því að hljóta nafnbótina formaður stjórnar Pírata í Reykjavík í ljósi þess að hann tók lokaákvörðun um að bjóða sig fram í gærkvöldi.Bylting í þjónustu við fatlað fólk„Það væri algjörlega ómögulegt fyrir mann með mína fötlun að taka þátt í svona pólitísku starfi, og öðru félagsstarfi án þess að hafa þessa notendastýrðu persónulegu aðstoð. Ég er búinn að berjast fyrir málefninu lengi,“ segir Rúnar, sem ásamt fleirum, stofnaði NPA miðstöðina árið 2010 og hefur síðan þá barist ötullega fyrir framgangi málaflokksins. Rúnar segir að hann viti um fólk sem sinnir flokksstörfum sem þau gætu ekki sinnt ef ekki væri fyrir notendastýrða persónulega þjónustu. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting í þjónustu við fatlað fólk.“Nýja stjórn Pírata í Reykjavík skipa Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, sem fyrr segir, Þorgerður Ösp Arnþórsdóttir, Björn Þór Jóhannesson, Elsa Nore og Unnar Þór. Varamenn eru Árni Steingrímur Sigurðsson, Guðjón Sigurbjartsson, Hermann Björgvin Haraldsson, Þórlaug Ágústsdóttir og Karl Brynjar Magnússon. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir hinn nýkjörni formaður. Næst á dagskrá hjá nýrri stjórn er að hefja vinnu við prófkjör og síðan verður nóg að gera hjá henni við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor.Rúnar hefur tvívegis setið í stjórn Pírata. Á myndinni er Rúnar í Kringlunni í kosningabaráttunni.Rúnar BjörnPrófkjör eina leiðin sem kemur til greinaÞað var snörp barátta síðast og þið eruð svo lýðræðissinnaður flokkur. Þið fóruð í prófkjör og allan pakkann fyrir nýafstaðnar þingkosningar. Eruði andlega undirbúin fyrir aðrar kosningar?„Já, já, já. Við erum alltaf tilbúin í prófkjör. Við vorum mjög stolt af því að vera eini flokkurinn sem fór í prófkjör alls staðar á landinu og fyllti öll sæti með þeirri aðferð. Það er bara ekki til önnur leið hjá okkur,“ segir Rúnar. Rúnar segist þessa dagana finna fyrir meðbyr í réttindabaráttu fatlaðs fólks og að aukinn skilningur sé á meðal Alþingismanna um málefni fatlaðra. Hann bindur vonir sínar við að málefni fatlaðs fólks verði sett á dagskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira