Hætta rannsókn á Glitnisleka: Fjölmiðlamenn neituðu að gefa upp hvernig þeir fengu gögnin Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 18:29 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Embætti héraðssaksóknara hefur hætt rannsókn á leka úr Glitni. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þar segir hann að rannsókninni hafi verið hætt þar sem ekki hafi tekist að upplýsa hver bæri ábyrgð á lekanum sem varðaði meðal annars gögn um hlutabréfaeign hæstaréttardómara og viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og öðrum sem tengjast honum fyrir hrun. Það var fjármálaeftirlitið sem kærði gagnalekann úr þrotabúi Glitnis til héraðssaksóknara en kæran snéri eingöngu að þeim upplýsingum sem höfðu verið birtar í fjölmiðlum og lögð fram vegna gruns um brot á bankaleynd. Ólafur Þór segir í samtali við RÚV að milli 20 til 30 hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en það hafi ekki varpað ljósi á lekann. Hann segir í það minnsta 12 fjölmiðlamenn hafa verið boðaða í yfirheyrslu en þeir borið fyrir sig lög um vernda heimildarmanna og ekki svarað því hvernig þeir fengu gögnin. Glitnir HoldCo fékk lögbann á frekari fréttaflutning Stundarinnar á þessum gögnum. Aðalmeðferð í málinu fór í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu og er nú beðið eftir að dómur verði kveðinn upp. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann né kosningar sem fram fóru í október. 5. janúar 2018 14:43 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur hætt rannsókn á leka úr Glitni. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þar segir hann að rannsókninni hafi verið hætt þar sem ekki hafi tekist að upplýsa hver bæri ábyrgð á lekanum sem varðaði meðal annars gögn um hlutabréfaeign hæstaréttardómara og viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og öðrum sem tengjast honum fyrir hrun. Það var fjármálaeftirlitið sem kærði gagnalekann úr þrotabúi Glitnis til héraðssaksóknara en kæran snéri eingöngu að þeim upplýsingum sem höfðu verið birtar í fjölmiðlum og lögð fram vegna gruns um brot á bankaleynd. Ólafur Þór segir í samtali við RÚV að milli 20 til 30 hafi verið yfirheyrðir vegna málsins en það hafi ekki varpað ljósi á lekann. Hann segir í það minnsta 12 fjölmiðlamenn hafa verið boðaða í yfirheyrslu en þeir borið fyrir sig lög um vernda heimildarmanna og ekki svarað því hvernig þeir fengu gögnin. Glitnir HoldCo fékk lögbann á frekari fréttaflutning Stundarinnar á þessum gögnum. Aðalmeðferð í málinu fór í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu og er nú beðið eftir að dómur verði kveðinn upp.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann né kosningar sem fram fóru í október. 5. janúar 2018 14:43 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05
Aðalmeðferð lýkur í dag: Segja lögbannið ekki snúast um fyrrverandi forsætisráðherra Í dag lýkur aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavik Media. Stefnendur þrotabús Glitnis segja að málið snúist ekki um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og tengsl hans við bankann né kosningar sem fram fóru í október. 5. janúar 2018 14:43