Pottaskefill er fimmti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann hirti skítuga pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þá þurfti ekki að þvo þá.
Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:
Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.
Þau ruku' upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.
Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is.
Hér fyrir neðan syngur Pottaskefill lagið Jólasveinar einn og átta í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.