Góð tilbreyting að mæta Manchester United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Hörður hefur nýtt tækifærið vel með Bristol. vísir/getty Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Eftir viðburðaríkt en erfitt ár horfir til betri vegar hjá landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni hjá enska B-deildarliðinu Bristol City. Hörður Björgvin er byrjaður að spila á ný með liðinu, því gengur vel og mætir Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar á heimavelli í kvöld. „Það er skemmtileg og góð tilbreyting að fá að spila við stórt lið eins og Manchester United í bikarkeppni. Það er alltaf gaman að mæta stóru liðunum og vonandi tekst okkur að stríða þeim eitthvað,“ segir Hörður Björgvin í samtali við íþróttadeild en hann hefur ekki fengið tækifæri áður til að spila gegn einu af risaliðunum í enska boltanum.Fyrstu mínúturnar í októberÍ sumar stefndi reyndar í að Hörður Björgvin væri á leið frá Englandi til Rússlands, þar sem Rostov vildi fá hann að láni. Samkomulagið var nánast í höfn en pappírsvinnan hófst ekki áður en lokað var fyrir félagaskipti í lok ágúst. Hörður Björgvin hafði þá verið úti í kuldanum hjá stjóranum Lee Johnson nánast allt árið 2017. Hann spilaði aðeins þrjá leiki í byrjunarliði Bristol eftir áramót á síðasta tímabili og tvo sem varamaður. Ekki tók betra við þegar nýtt tímabil hófst í sumar og Hörður Björgvin spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni þann 21. október. Tíu dögum síðar fékk Hörður loksins tækifæri í byrjunarliðinu á nýjan leik, í 2-0 sigri á Fulham. Síðan þá hefur hann misst af aðeins tveimur deildarleikjum en spilaði allan leikinn gegn Nottingham Forest um helgina. Enn fremur hefur Bristol City ekki tapað leik þar sem Hörður Björgvin hefur byrjað.Rússíbanareið„Þetta hefur verið rússíbani. Ég hef verið þolinmóður í öllu þessu ferli og vissi að tækifærið myndi koma á endanum. Þetta getur svo verið fljótt að breytast aftur en vonandi heldur þetta áfram á þessari braut. Það eina sem ég get gert er að vera á tánum og nýta þau tækifæri sem ég fæ,“ sagði hann. Hann neitar því ekki að það sé skrýtið að hugsa til þess hversu nálægt því hann var að fara í ágúst. „Kannski átti þetta bara að gerast svona. Ég hef aldrei verið fúll eða pirraður út í mína stöðu, heldur reynt að leggja hart að mér og standa mig vel. Ég mun berjast fyrir mínu eins lengi og ég þarf og sem betur fer hefur það gengið ágætlega.“Eigum erindi uppBristol er sem stendur í þriðja sæti ensku B-deildarinnar og hefur aðeins tapað þremur leikjum allt tímabilið. „Liðið er yngra en á síðasta tímabili og hungraðra í að gera betur. Ég vona að þetta haldi áfram og við gerum atlögu að því að fara upp,“ segir Hörður sem telur að Bristol City eigi fullt erindi í ensku úrvalsdeildina. „Öll umgjörð hjá félaginu er eins og hjá úrvalsdeildarfélagi og hér vilja menn auðvitað komast upp sem allra fyrst. Hér er höfuðáherslan lögð á að byggja upp ungt lið og hugsa til framtíðar.“ Leikurinn gegn Manchester United hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti