Enski boltinn

Aðeins einn á blaðamannafundi Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho með stuðningsmanni Bristol City.
Mourinho með stuðningsmanni Bristol City. vísir/Getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, rauk af velli strax eftir 2-1 tapið gegn Bristol City í gær og var á undan langflestum blaðamönnum á blaðamannafundinn hans.

Raunar var bara einn blaðamaður í salnum þegar Mourinho kom þangað inn og svaraði Portúgalinn spurningum hans áður en hann fundinum lauk, tveimur mínútum eftir að hann hófst.

Eftir það ræddi hann við Sky Sports þar sem hann sagði að leikmenn Bristol City hafi verið heppnir að vinna leikinn.

Sjá einnig: Mourinho sagði Hörð Björgvin og félaga heppna

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Mourinho heldur stuttan blaðamannafund. Eftir 2-0 sigur United á Crystal Palace í fyrra stóð blaðamannafundur Portúgalans yfir í aðeins ellefu sekúndur.

Fyrir leikinn ræddi Mourinho þó einslega við Lee Johnson, stjóra Bristol City, sem hafði orð á því fyrir leik að hann væri mikill aðdáandi Mourinho og að hann hefði keypt 65 þúsund króna vínflösku fyrir hann, sérinnflutta frá Portúgal.

Undir stjórn Johnson hefur Bristol City tekist að slá fjögur úrvalsdeildarlið úr leik í deildabikarkeppninni en liðið mætir Manchester City í undanúrslitunum.


Tengdar fréttir

Hörður Björgvin mætir Man City

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City fá verðugt verkefni í undanúrslitum enska deildarbikarsins, en þeir drógust gegn liði Manchester City.

Dramatískar lokamínútur tryggðu Bristol sigur á United

Bristol City fer í undanúrslit enska deildarbikarsins eftir að hafa unnið meistara síðasta árs, Manchester United, í 8-liða úrslitunum. Chelsea fer með þeim í undanúrslitin eftir sigur á Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×