Miklar annir á Alþingi á síðustu dögunum fyrir hátíðarnar Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:45 Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Miklar annir eru þessa dagana á Alþingi og keppst við að ljúka yfirferðum nefnda á helstu frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan reynir líka að koma sínum málum í gegn, meðal annars varðandi hag frjálsrar fjölmiðlunar og ráðstöfunartekjur eldri borgara. Það er eitt og annað rætt á síðustu dögunum fyrir jól og áramót á Alþingi. Í morgun fór fram sérstök umræða um húsnæðismál. Þingmaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um að færa ákvörðunarvald um lögbann á fjölmiðla frá sýslumönnum til dómstóla og formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra fór fyrir umræðunni um húsnæðismálin og sagði nú þegar vanta tvö til fjögur þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en átta til níu þúsund íbúðir á næstu þremur árum. Þá þyrfti að grípa til úrræða vegna húsnæðismála á landsbyggðinni sem og vegna leiguíbúða. „Hvernig mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lausn húsnæðisvandans. Hvaða leiðir mun hún kynna til að gera ungu fólki auðveldara að kaupa fasteign,“ spurði Þorsteinn arftaka sinn Ásmund Einar Daðason í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra sagði margt gott hafa verið gert í tíð síðustu ríkisstjórna en nú þyrfti að greina vandann í heild sinni. „Það er mikill skortur á litlum íbúðum sem hefur torveldað íbúðarkaup hjá þeim sem hafa takmörkuð fjárráð og þeim sem þurfa minni íbúðir, meðal annars ungu fólki. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka framboð húsnæðis munu því sérstaklega miða að því að ýta undir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða,“ segir Ásmundur Einar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi sem hún sagði viðbrögð við lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á umfjöllun fjölmiðla á fjármálum Bjarna Benediktssonar rétt fyrir kosningar. „Að í stað þess að sýslumaður, fulltrúi framkvæmdavaldsins, taki fyrir lögbannskröfur á hendur umfjöllunar fjölmiðla muni dómarar taka að sér þetta hlutverk. Enda geti þeir betur vegið og metið þau mikilsverðu mannréttindi sem eru í húfi þegar setja á lögbann á tjáningu,“ sagði Þórhildur Sunnar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins mælti fyrir frumvarpi um að skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri borgara verði með öllu afnumin, sem ríkið muni fá til baka með skatttekjum. „Við erum að tala um eldri borgara sem eru komnir um og yfir sjötugt. Við erum að tala um fólkið okkar sem á ekki eftir að vinna í svo mörg ár og er að reyna núna á þessum tímapunkti að skaffa sér þokkalegt viðurværi þannig að einhver sómi sé að,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira