Reykskynjari bjargaði lífi fjölskyldu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. desember 2017 18:45 Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar mikill eldur kom upp í bílskúr í Mosfellsbæ í nótt. Heimilisfólk sem var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp telur víst að reykskynjari hafa bjargað lífi þeirra. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt en þar logaði mikill eldur. Sex manna fjölskylda var í fasta svefni þegar eldurinn kom upp. „Við spruttum bæði fram upp úr fjögur og hlupum og byrjuðum að þefa okkur fram til reyksins og sáum að það kom úr loftinu. Þá hljóp ég út í bílskúr og ætlaði að ná mér í stiga til að kíkja inn á loftið en þá mætti mér bara svartur veggur í bílskúrnum,“ segir Jón Páll Rink, eigandi hússins. Jón segist strax hafa snúið við og hringt eftir aðstoð slökkviliðs og sótt svo slökkvitæki. Elín kona hans fór og vakti börn. „Ég tæmi úr slökkvitækinu og held í mér andanum og stend í gættinni og tæmi úr slökkvitækinu inn og loka hurðinni. Svo var ekkert sem ég gat gert lengur. Þetta var komið úr mínum höndum,“ segir Jón. Inni í bílskúrnum voru þrír gaskútar og þurfti slökkvilið að gera viðeigandi ráðstafanir. Bílskúrinn er gjörónýtur. Að sögn Sigurðar Lárusar Fossberg, varðstjóra, þurfti slökkvilið að saga sér leið inn í bílskúrinn vegna gaskútanna en Jón hafi áður gefið upplýsingar um nákvæma staðsetningu þeirra. Sigurður segir að slökkvilið hafi einbeitt sér í að verja íbúðarhúsið fyrir eldi. „Guð minn almáttugur. Jólin að koma, þannig að sem betur fer,“ segir Elín Helga Rink Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns.Þið hefðuð ekki viljað hugsa það til enda. „Nei. Fjögur börn inni sofandi og ein í heimsókn. Þau stóðu í glugganum þegar þau loksins vöknuðu og fannst þetta voðalega spennandi þar til þau uppgötvuðu að jólagjafirnar brunnu,“ segir Jón Páll. Slökkvilið segir ljóst að reykskynjari hafi bjargað fjölskyldunni og heimilinu í nótt en allt sem í bílskúrnum var sé ónýtt og að tjón sé verulega mikið ekki síst tilfinnanlega. Þetta taka Jón og Elín undir. „Ég held að við hefðum ekkert vaknað,“ segir Elín. „Ég er búinn að íhuga lengi að vera með samtengda reykskynjara og ég tel að það sé engin spurning með reykskynjara og jafnvel jóníska, sem finna lyktina. Það voru í rauninni engar agnir sem komu, þessi reykskynjari fann lyktina, segir Jón Páll. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við rannsókn á vettvangi í dag en líklegt þykir að eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira