Mörg þúsund sem vitja leiða yfir jólahátíðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. desember 2017 12:15 Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar. Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar.
Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05