Mörg þúsund sem vitja leiða yfir jólahátíðina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. desember 2017 12:15 Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar. Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða höfuðborgarsvæðisins til klukkan tvö í dag. Garðyrkjustjóri segir gesti garðanna hlaupa á þúsundum, sem vitja leiða ástvina sinna um jólin. Flestir nýta daginn í dag til þess að heimsækja leið látinna ástvina. Fyrstu gestirnir voru komnir hingað í Fossvogskirkjugarð fyrir klukkan sjö í morgun. Garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir þó að heimsóknir í garðinn hafi dreifst og margir sem nýta dagana fyrir jól til þess að vitja leiða. „Háannatími er bara frá birtingu og svona fram til tvö þrjú í dag,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma. Kári segir að veðrið skipti miklu máli og eru heimsóknir mun fleiri þegar veður er gott. „Það var töluverð traffík hér í gær og síðustu tvær vikur, þá er búið að vera stöðug traffík í garðinn. Veðrið skiptið höfuðmáli. Eins og núna, snjólaust, stillt og flott veður, þá er fólk afslappaðra og mikið þægilegra fyrir fólk að koma í garðinn. Ekki snjór á leiðum og fólk á auðveldara með að finna sig fram á réttu leiðin,“ segir Kári. Kári segir andrúmsloftið í görðunum afslappað en stundum örli á óþolinmæði ökumanna sem aki um garðinn. Vegna þess er Fossvogskirkjugarður lokaður fyrir bílaumferð á háannatíma í dag. „Aðalvandamálið er umferð gangandi og akandi manna. Eins og núna þá fórum við út í það að loka Fossvogskirkjugarði algjörlega fyrir bílaumferð milli klukkan tíu og tvö í dag. Það er breyting frá fyrri árum. Undanfarin ar hefur það verið þannig að þeir sem eru með P-merki, fyrir hreyfihamlaða. Þeir hafa getað fengið að fara á bílnum í garðinn. En þetta er svo mikið af gangandi vegfarendum og Fossvogskirkjugarður er svo þröngur og göturnar mjóar, þannig að við ákváðum að gefa gangandi algjöran forgang milli tíu og tvö í dag,“ segir Kári. Kári segir að gestir sem komi í garðana hlaupi á þúsundum yfir jólahátíðina. „Hér eru öll bílastæði bæði í og fyrir utan garðinn full í þrjá fjóra tíma, þannig að þetta hleypur á þúsundum. Þrír fjórir í bíl og heilu fjölskyldurnar koma með kaffi og nesti með sér jafnvel,“ segir Kári. Gestir garðsins eru ekki bara ættingjar að vitja leiða. Kári segir að einnig séu gestir í garðinum til að njóta kyrrðar.
Tengdar fréttir Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Mikilvægt að gefa sér tíma þegar farið er í kirkjugarðana Þúsundir landsmanna vitja leiða ástvina sinna í kirkjugörðum Reykjavíkur í kringum jólin. 24. desember 2017 10:05