Uppselt á kattahóteli Kattholts yfir hátíðarnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. desember 2017 20:00 Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. „Þetta er mjög vinsæll valkostur fyrir kattaeigendur. Fólki líður vel með að vita af kisunum sínum öruggum. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla með hverju ári“ segir Halldóra Snorradóttir, ritari Kattavinafélags Íslands. Eins og staðan er í dag eru aðeins örfá hótelpláss laus yfir áramótin. „Ef fólk er á síðasta snúning þá er um að gera að hafa samband og tryggja sínum ketti pláss“ Í kattholti er nú einnig fjöldi katta í heimilisleit en þar búa kisur sem finnast á vergangi og eru týndar eða yfirgefnar. Sex kettlingar fundust til að mynda í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember og dvelja nú í Kattholti. Einhver hafði skilið þá eftir aleina og yfirgefna. „Og það var bara fyrir tilviljun að þeir fundust annars hefðu þeir dáið úti. Fyrstu vikuna voru þetta tíðar pelagjafir og við vorum að koma hérna kvöld og morgna til að sinna þeim. En núna eru þeir farnir að lepja og borða sjálfir og eru afksaplega duglegir og hafa braggast vel,“ segir Halldóra en kettlingarnir fara svo í heimilisleit eftir áramótin. Óhætt er að segja að kettirnir í Kattholti séu í góðum höndum en þar er starfsmaður á vakt alla daga ársins að sögn Halldóru. „Um hátíðarnar fá kistunar rækjur og soðinn fisk í jólamatinn og mikið knús og klapp. Við pössum upp á að kisunum líði vel hérna alltaf“ Dýr Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Starfsfólk Kattholts hefur haft í nógu að snúast yfir hátíðarnar en uppbókað er á kattahótelinu sem þar er starfrækt. Þá er hugað að sex kettlingum sem fundust í pappakassa á víðavangi á dögunum. Kisurnar eru í góðum höndum en þær fengu rækjur og soðinn fisk í jólamatinn. Á hótelinu er pláss fyrir um fimmtíu til sextíu ketti. Jólin eru annasamur tími á hótelinu en í ár er allt uppbókað yfir jólin. „Þetta er mjög vinsæll valkostur fyrir kattaeigendur. Fólki líður vel með að vita af kisunum sínum öruggum. Þetta er alltaf að verða vinsælla og vinsælla með hverju ári“ segir Halldóra Snorradóttir, ritari Kattavinafélags Íslands. Eins og staðan er í dag eru aðeins örfá hótelpláss laus yfir áramótin. „Ef fólk er á síðasta snúning þá er um að gera að hafa samband og tryggja sínum ketti pláss“ Í kattholti er nú einnig fjöldi katta í heimilisleit en þar búa kisur sem finnast á vergangi og eru týndar eða yfirgefnar. Sex kettlingar fundust til að mynda í pappakassa á víðavangi á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember og dvelja nú í Kattholti. Einhver hafði skilið þá eftir aleina og yfirgefna. „Og það var bara fyrir tilviljun að þeir fundust annars hefðu þeir dáið úti. Fyrstu vikuna voru þetta tíðar pelagjafir og við vorum að koma hérna kvöld og morgna til að sinna þeim. En núna eru þeir farnir að lepja og borða sjálfir og eru afksaplega duglegir og hafa braggast vel,“ segir Halldóra en kettlingarnir fara svo í heimilisleit eftir áramótin. Óhætt er að segja að kettirnir í Kattholti séu í góðum höndum en þar er starfsmaður á vakt alla daga ársins að sögn Halldóru. „Um hátíðarnar fá kistunar rækjur og soðinn fisk í jólamatinn og mikið knús og klapp. Við pössum upp á að kisunum líði vel hérna alltaf“
Dýr Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira