Ekki fleiri konur í Kvennaathvarfinu á þessari öld Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 16:15 Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/stefán Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“ Félagsmál Jól Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“
Félagsmál Jól Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira