Margir kallaðir en fáir útvaldir til formennsku í nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. desember 2017 21:56 Jón Gunnarsson þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og að ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins. Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Stjórnarandstöðuflokkarnir hittast í fyrramálið til að ákveða hvort þeir taka boði meirihlutans um formennsku í Umhverfis- og samgöngunefnd, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Velferðarnefnd. Kosið verður í fastanefndir þingsins á fyrsta þingfundi nýs þings á fimmtudag. Ekki er einhugur meðal stjórnarandstöðuflokkanna um formennsku í þessum nefndum en það eru þrír stærstu flokkarnir sem eiga tilkall til þeirra; Miðflokkurinn, Samfylking og Píratar. Bæði Píratar og Samfylking vilja stýra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.Líkleg formannsefni Miðflokksmenn vilja hins vegar gjarnan stýra umhverfis- og samgöngunefnd og hafa þar bæði verið nefndir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason. Formannsefni nefnda hjá Pírötum og Samfylkingu eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Ef stjórnarandstaðan þekkist boð meirihlutans um formennsku í téðum nefndum tekur Sjálfstæðisflokkurinn að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins; Allsherjar- og menntamálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd. Framsóknarflokkurinn fær formennsku í einni nefnd; Fjárlaganefnd og verður Willum Þór Þórsson formaður þeirrar nefndar. Vinstri græn fá sömuleiðis formennsku í einni nefnd; Atvinnuveganefnd og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður þeirrar nefndar.Jón líklegur í formennsku Í þingflokki Sjálfstæðisflokksins eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Verði formannsstólar flokksins aðeins þrír eins og allt bendir til, koma minnst sex þingmenn sterklega til greina en í þingflokknum eru fimm fráfarandi formenn fastanefnda, auk Jóns Gunnarssonar sem missti ráðherraembætti sitt við stjórnarskiptin. Hann þykir af mörgum samflokksmönnum sínum hafa verið með duglegri ráðherrum fyrrverandi ríkisstjórnar og ómaklega hafi verið hjá honum gengið við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann hlýtur að koma sterklega til greina sem formaður þingnefndar. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur í tvígang stigið til hliðar sem ráðherraefni í þágu vonarstjörnu flokksins, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur en fékk formennsku í fjárlaganefnd að launum á nýliðnu kjörtímabili.Ítrekuð gagnrýni Páls Páll Magnússon, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi hefur heldur ekki fengið ráðherrastól og hefur ítrekað gagnrýnt að kjördæmið hafi ekki haft ráðherra hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Brynjar Níelsson bauð Sigríði Á Andersen oddvitasæti sitt í Reykjavíkurkjördæmi suður í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Margir töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður varð dómsmálaráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann var gerður að formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í staðinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta kjörtímabili og erfitt verður að ganga fram hjá henni við ákvörðun um formennsku í þeirri nefnd, enda bæði ritari flokksins og starfandi varaformaður. Þá má nefna Óla Björn Kárason sem gegndi formennsku í efnahags- og skattanefnd á síðasta kjörtímabili; nefnd sem sjálfstæðismenn verða áfram með formennsku í. Að lokum er rétt að geta þess að starfandi þingflokksformaður flokksins, Birgir Ármannsson, fór á þar síðasta kjörtímabili með formennsku í utanríkismálanefnd, sem fellur nú aftur í skaut flokksins.
Alþingi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira